10 vondar fréttir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 1. október 2019 08:00 Í fjárlagafrumvarpinu kemur pólitík ríkisstjórnarinnar fram. Sé kafað djúpt í fylgiskjölin kemur mjög áhugaverð mynd fram. 1. HÍ, HR, Listaháskólinn og HA fá nánast sömu raunupphæð og í fyrra. Hjá framhaldsskólum er beinlínis lækkun á heildarfjármagni milli ára. Eina stórsóknin í menntamálum virðist vera í yfirlýsingum ráðherrans. 2. Þrátt fyrir augljósa þörf hjá Landspítalanum vill ríkisstjórnin ná 1,2 milljörðum kr. í aðhaldi úr heilbrigðiskerfinu. Á meðan er ófremdarástand á bráðamóttökunni og 130 eldri borgarar „búa“ á spítalanum vegna skorts á úrræðum. 3. Viðbótarframlag til öryrkja er milljarður sem dugar ekki í að afnema krónu á móti krónu sem kostar um 10 milljarða kr. Enn eru öryrkjar látnir bíða eftir réttlætinu, sem Katrín Jakobsdóttir sagði í stjórnarandstöðu að þeir mættu alls ekki gera. 4. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar er lækkuð um tæp 30%. Framlög til Tækniþróunarsjóðs, Lýðheilsusjóðs, Jafnréttissjóðs og þróunarsamvinnu lækka. 5. Framlög til hjálpartækja eru lækkuð. 6. Framlög til almennrar lögreglu lækka. Færri lögreglumenn eru nú en fyrir 10 árum þrátt fyrir fimmföldun ferðamanna og íbúafjölgun á tímabilinu. 7. Aldraðir fá ekkert aukaframlag umfram það sem er vegna fjölgunar í þeirra hópi. 8. Veiðileyfagjöldin hafa lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Og núna er lækkun bankaskatts sett í forgang. Fjármagnstekjuskatturinn skal áfram vera lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 9. Umhverfismál fá aðeins 2% af fjárlögum. Þegar 98% fjárlaga fara í annað má velta fyrir sér hversu ofarlega umhverfismálin eru. 10. Þá er sérstök aðhaldskrafa á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. Að þessari upptalningu lokinni má spyrja hvort þetta sé það sem kjósendur kusu um í síðustu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpinu kemur pólitík ríkisstjórnarinnar fram. Sé kafað djúpt í fylgiskjölin kemur mjög áhugaverð mynd fram. 1. HÍ, HR, Listaháskólinn og HA fá nánast sömu raunupphæð og í fyrra. Hjá framhaldsskólum er beinlínis lækkun á heildarfjármagni milli ára. Eina stórsóknin í menntamálum virðist vera í yfirlýsingum ráðherrans. 2. Þrátt fyrir augljósa þörf hjá Landspítalanum vill ríkisstjórnin ná 1,2 milljörðum kr. í aðhaldi úr heilbrigðiskerfinu. Á meðan er ófremdarástand á bráðamóttökunni og 130 eldri borgarar „búa“ á spítalanum vegna skorts á úrræðum. 3. Viðbótarframlag til öryrkja er milljarður sem dugar ekki í að afnema krónu á móti krónu sem kostar um 10 milljarða kr. Enn eru öryrkjar látnir bíða eftir réttlætinu, sem Katrín Jakobsdóttir sagði í stjórnarandstöðu að þeir mættu alls ekki gera. 4. Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar er lækkuð um tæp 30%. Framlög til Tækniþróunarsjóðs, Lýðheilsusjóðs, Jafnréttissjóðs og þróunarsamvinnu lækka. 5. Framlög til hjálpartækja eru lækkuð. 6. Framlög til almennrar lögreglu lækka. Færri lögreglumenn eru nú en fyrir 10 árum þrátt fyrir fimmföldun ferðamanna og íbúafjölgun á tímabilinu. 7. Aldraðir fá ekkert aukaframlag umfram það sem er vegna fjölgunar í þeirra hópi. 8. Veiðileyfagjöldin hafa lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Og núna er lækkun bankaskatts sett í forgang. Fjármagnstekjuskatturinn skal áfram vera lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 9. Umhverfismál fá aðeins 2% af fjárlögum. Þegar 98% fjárlaga fara í annað má velta fyrir sér hversu ofarlega umhverfismálin eru. 10. Þá er sérstök aðhaldskrafa á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. Að þessari upptalningu lokinni má spyrja hvort þetta sé það sem kjósendur kusu um í síðustu kosningum.
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar