Fjarkönnun og framtíðin Sævar Þór Halldórsson og Inga Elísabet Vésteinsdóttir skrifar 1. október 2019 10:44 Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun