Fjarkönnun og framtíðin Sævar Þór Halldórsson og Inga Elísabet Vésteinsdóttir skrifar 1. október 2019 10:44 Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjarkönnunarfélag Íslands var stofnað föstudaginn 20. september síðastliðinn. Að stofnun félagsins stendur fólk sem hefur áhuga á fjarkönnun og hag af fjarkönnunargögnum í leik og starfi. En hvað er fjarkönnun? Í mjög stuttu máli nær hugtakið fjarkönnun yfir notkun ákveðinna nema til að greina umhverfið. Þar er ekki átt við nema í skóla, heldur ljósnæma nema af ýmsum toga sem oftast eru tengdir einhverskonar myndavélum í loftförum eða gervitunglum og greina endurkast ljóss á mismunandi bylgjulengdum. Gögn sem safnað er með fjarkönnun, og þá sérstaklega ef gagna er safnað yfir lengra tímabil, má nota til að greina ýmsar breytingar á jörðinni, svo sem á veðurfari, hafís, gróðurþekju bæði ofan sjávar og neðan, jarðsigi og beitarálagi. Einnig má greina breytingar á smærri skala, svo sem á hitaútstreymi lagna og leka í mannvirkjum. Teknar eru nákvæmar myndir nærri jörðu, þar sem vel má greina hluti sem eru jafnvel minni en meter í þvermál. Fjarkönnunartækni fer ört fram. Við þekkjum flest að opna einhverja kortasjá með loftmynd þar sem við getum skoðað heimili okkar og næsta nágrenni úr lofti. Á slíkum myndum getum við vel séð trampólínið í garðinum og jafnvel greint hvort þetta er ekki örugglega bíllinn okkar í innkeyrslunni. Fyrir stuttu tísti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, loftmynd af geimflaugaskotstað í norður Íran, en sú mynd var í mun betri upplausn en almenningur hefur til þessa þekkt. Það eitt gefur til kynna gríðarlega hraða framþróun í fjarkönnunartækni og nákvæmni gagna. Ýmis fyrirtæki hafa núþegar hasla sér völl hér á landi á þessu sviði og bjóða ýmsar verkfræðistofur og nýsköpunarfyrirtæki upp á þjónustu við öflun fjarkönnunargagna og greiningu á þeim. Til að mynda hlaut fyrirtækið Svarmi, sem sérhæfir sig fjarkönnun með aðstoð dróna, nýverið Copernicus verðlaun evrópsku geimferðastofnunnunnar ESA. Markaður sem áður var nokkuð einsleitur, hefur glæðst svo um munar og nýjir aðilar sem bjóða uppá þjónustu við fjarkönnun spretta reglulega upp. Loftmyndir og önnur fjarkönnun getur sparað gríðarlega fjármuni þar sem hún býður upp á tiltölulega ódýran valkost til kortlagningar svæða og eftirlits með breytingum. Á mörgum svæðum væri slíkt eftirlit annars ómögulegt eða afar dýrt og tímafrekt í framkvæmd, sérstaklega þar sem ferðast þarf fótgangandi. Samfélag okkar breytist hratt; fólk og fyrirtæki krefjast sífellt fullkomnari upplýsinga og eru loftmyndir og fjarkönnun raunhæf leið til að veita fullnægjandi gögn með ásættanlegum tilkostnaði. Nú nýverið var gerð greining á þörf ýmissa ríkisstofnana fyrir fjarkönnunargögn, en þarfagreiningin var framkvæmd af Landmælingum Íslands. Markmið greiningarinnar var að kanna hvort grundvöllur er fyrir aukinni samnýtingu ríkisstofnana á fjarkönnunargögnum og um leið hvort auka megi aðgengi að nákvæmum gögnum fyrir samfélagið sem heild. Verkefnið er nú á byrjunarstigi og óvíst um útkomuna. Ljóst er þó að möguleikarnir eru fjölmargir og ávinningur af hagræðingu mikill fyrir allan almenning, ríki og sveitarfélög, auk einkaaðila í atvinnurekstri. Fjarkönnun er nútíðin og verður enn veigameiri í framtíðinni. Höfundar eru landfræðingar.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun