Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2019 10:57 Haukur Þrastarson fær ekki að leika listir sínar í Meistaradeildinni. vísir/daníel þór Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði. Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. Alls munu 28 lið taka þátt í Meistaradeildinni en 35 lið sóttu um að taka þátt. Venjan var að lið sem komust ekki beint í riðlakeppnina tóku þátt í forkeppni. Nú verður engin forkeppni og Selfoss verður bara að bíta í það súra epli að fá ekki að vera með. Það er sérstök nefnd á vegum EHF sem ákveður það hvaða lið komast inn í keppnina. Er það metið út frá átta þáttum. Í tilkynningu EHF er tiltekið að Selfoss hafi ekki staðist lágmarkskröfur en ekki er útlistað frekar hvaða kröfur það eru sem Íslandsmeistararnir hafa ekki uppfyllt.Íslensk lið eru bara útilokuð „Þetta er mál sem HSÍ er farið að vinna í því þetta er bara fáranleg framkoma hjá EHF við íslenskan handbolta. Þetta snýst ekkert bara um Selfoss,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, þungur á brún en hann var þá nýbúinn að fá tíðindin. „Miðað við þetta er ekki annað að sjá en íslensk lið séu útilokuð frá þátttöku í þessari keppni. Við sendum inn öll gögn sem óskað var eftir og ekki sett út á neitt. Við höfum ekki fengið neinar frekari skýringar. Við erum ekki virtir viðlits og það er ekki einu sinni talað við okkur. Við fáum bara fjöldatölvupóst eins og aðrir. Þessi framkoma er því ekki til fyrirmyndar heldur.“Selfoss ætlaði sér að spila á Ásvöllum og hér má sjá stuðningsmenn þeirra fagna í því húsi.vísir/vilhelmÞórir segist ekkert skilja í hvaða lágmarkskröfur það eigi að vera sem félagið á ekki að hafa uppfyllt. „Það var ekki fundið að neinu en svo eru einhverjar matskenndar kröfur sem þeir geta eflaust falið sig á bak við. Eins og áhrif á markaðssókn handbolta á alþjóðavettvangi og annað. Einhverjir þokukenndir mælikvarðar,“ segir Þórir sem heyrði einu sinni frá EHF eftir að umsóknin var send inn.Ætluðu að spila á heimavelli Hauka „Þá vantaði upplýsingar um heimavöllinn en við höfðum tilkynnt inn heimavöllinn Ásvelli þar sem Haukar spila. HSÍ benti EHF vinsamlega á að þeir hefðu allar upplýsingar um það hús eftir áralanga þátttöku Hauka í Evrópukeppnum. Þeir fengu þær upplýsingar aftur. Við erum því eðlilega hundfúlir fyrir okkar hönd og íslensks handbolta. Við lögðum mikið í þetta verkefni og þessi niðurstaða er því eðlilega vonbrigði.“ Selfoss er með rétt til þess að taka þátt í EHF-bikarnum og Íslandsmeistararnir ætla sér að taka það sæti þrátt fyrir þessi vonbrigði.
Handbolti Tengdar fréttir Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16