Viggó Kristjánsson mun færa sig um set á meginlandi Evrópu í sumar og semja við lið í þýsku Bundesligunni í handbolta. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.
Ekki kemur fram hvaða lið um ræðir en reiknað er með því að tilkynnt verði eftir helgi um að samið hafi verið við Viggó.
Viggó er á öðru ári með austurríska liðinu Westwien. Hann hefur farið á kostum með liðinu og er með 47 mörk í síðustu sjö leikjum.
Hjá Westwien er einnig að finna þá Guðmund Hólmar Helgason og Ólaf Bjarka Ragnarsson. Ólafur Bjarki er á heimleið en hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Stjörnuna.
Viggó fer til Þýskalands
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





