Plastlaus september Heiður Magný Herbertsdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus september af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal flokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neysluvenjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðunni plastlausseptember.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus september af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnkandi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal flokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neysluvenjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíðunni plastlausseptember.is.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar