Píratasiðferðið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2019 10:00 Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. Á þetta reyndi á Alþingi nú í vikunni. Píratarnir hafa farið fremstir í flokki þeirra sem telja Alþingi siðlaust og vonlaust. Þeir voru því fullir vandlætingar yfir því að tiltekinn Miðflokksmaður, sem hafði orðið sér til skammar á Klaustri og fengið ávítur frá siðanefnd Alþingis, yrði formaður í nefnd. En þeir ákváðu að greiða ekki atkvæði gegn honum og hafa borið fram óvenju hreinskipta skýringu á þeirri ákvörðun. Ástæðan fyrir því að þau láta Bergþór yfir sig ganga segja þau vera að meirihlutinn á þinginu hafi hótað því að ef stjórnarandstaðan leysti ekki sjálf úr sínum málum myndi hún ekki fá formennsku í tveimur öðrum nefndum. Það hefði þýtt að Þórhildur Sunna, sem fyrst íslenskra þingmanna var ávítuð af siðanefnd, fengi ekki nefndarformennsku. Það var því úr vöndu að ráða fyrir Píratana. Annars vegar prinsipp um að vondir menn eins og Klaustursmenn ættu ekki að stýra nefndum Alþingis og hins vegar valdastaða í þinginu. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Í stað þess að standa á prinsippinu og neita að bera ábyrgð á nefndarformennsku Bergþórs og gefa þar með eftir nefndarformennskur þá völdu Píratarnir stólana og stöðutáknin. Auðvitað er það síðan sérstakt umhugsunarefni að Píratar telji eðlilegt að Þórhildur Sunna sé heppileg til að stýra þingnefnd. En þá verða menn að muna að Píratasiðferðið nær ekki til Píratanna sjálfra, bara allra annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. Á þetta reyndi á Alþingi nú í vikunni. Píratarnir hafa farið fremstir í flokki þeirra sem telja Alþingi siðlaust og vonlaust. Þeir voru því fullir vandlætingar yfir því að tiltekinn Miðflokksmaður, sem hafði orðið sér til skammar á Klaustri og fengið ávítur frá siðanefnd Alþingis, yrði formaður í nefnd. En þeir ákváðu að greiða ekki atkvæði gegn honum og hafa borið fram óvenju hreinskipta skýringu á þeirri ákvörðun. Ástæðan fyrir því að þau láta Bergþór yfir sig ganga segja þau vera að meirihlutinn á þinginu hafi hótað því að ef stjórnarandstaðan leysti ekki sjálf úr sínum málum myndi hún ekki fá formennsku í tveimur öðrum nefndum. Það hefði þýtt að Þórhildur Sunna, sem fyrst íslenskra þingmanna var ávítuð af siðanefnd, fengi ekki nefndarformennsku. Það var því úr vöndu að ráða fyrir Píratana. Annars vegar prinsipp um að vondir menn eins og Klaustursmenn ættu ekki að stýra nefndum Alþingis og hins vegar valdastaða í þinginu. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Í stað þess að standa á prinsippinu og neita að bera ábyrgð á nefndarformennsku Bergþórs og gefa þar með eftir nefndarformennskur þá völdu Píratarnir stólana og stöðutáknin. Auðvitað er það síðan sérstakt umhugsunarefni að Píratar telji eðlilegt að Þórhildur Sunna sé heppileg til að stýra þingnefnd. En þá verða menn að muna að Píratasiðferðið nær ekki til Píratanna sjálfra, bara allra annarra.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar