Frá Brexit til Íslands Þorvaldur Gylfason skrifar 17. janúar 2019 07:00 Reykjavík – Evrópusambandið var stofnað til að standa vörð um nýfenginn frið í álfunni eftir heimsstyrjöldina síðari. Sambandinu var ætlað að girða fyrir árekstra og efla sætti meðal ólíkra þjóða sem búa þröngt á tiltölulega litlu landsvæði og höfðu öldum saman eldað grátt silfur með miklu mannfalli. Fyrsta skrefið var að setja auðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Þetta er gamla sagan um að standa saman frekar en að falla. Reynslan sýnir að náttúruauðlindir geta leitt af sér ófrið sé þeim illa stjórnað og sé afrakstrinum misskipt. Ástandið í Austurlöndum nær og víðar vitnar um vandann.Samstjórn, sérstjórn Kola- og stálbandalagið þótti gefast vel. Samstarfið var smám saman víkkað út. Friðarbandalagið varð einnig að efnahagsbandalagi. Landamæri voru lögð niður: Viðskipti með vörur, þjónustu, vinnuafl og fjármagn milli landa urðu jafnfrjáls 1992 og slík viðskipti eru innan hvers lands fyrir sig. Landamæri innan ESB urðu í reyndinni eins og hreppamörk. Vandinn var að finna og feta meðalveginn milli samstjórnar sumra mála á sameiginlegum vettvangi og sérstjórnar annarra mála í hverju landi fyrir sig. Þetta var svipuð þraut og Bandaríkjamenn höfðu glímt við eftir byltinguna gegn Bretum 1775-1783. Hvar átti að draga mörkin milli valdsviðs alríkisstjórnarinnar og einstakra fylkisstjórna? Stjórnarskráin telst ekki leyfa einstökum fylkjum að segja sig úr lögum við Bandaríkin. Tilraun ellefu fylkja til úrsagnar 1861 leiddi til borgarastyrjaldar. Evrópulöndin hafa vitandi vits gengið skemmra í sameiningarátt en Bandaríkin. ESB er enn sem komið er frekar laustengt ríkjasamband, en Bandaríkin eru fastskorðað sambandsríki. Aðildarlöndum ESB er heimilt að yfirgefa sambandið. Engin þjóð hefur þó hingað til sagt sig úr ESB nema Grænlendingar. Þeir ákváðu með 53% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr ESB í kjölfar fiskveiðideilu. Úrsögnin gekk í gildi 1985. Sem þegnar dönsku krúnunnar eru Grænlendingar þó ESB-borgarar eftir sem áður. Grænland er þar að auki evruland í reynd þar eð Grænlendingar nota dönsku krónuna líkt og Færeyingar og hún er rígbundin við evruna skv. ákvörðun Seðlabanka Danmerkur.Fjölgun úr sex í 28 Aðildarríkjum ESB fjölgaði með tímanum úr sex í 28 enda hefur ESB vegnað vel. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í ESB-löndum hefur frá 1990 vaxið úr 63% í 68% af kaupmætti þjóðartekna á mann í Bandaríkjunum þótt mörg ný aðildarlönd hafi dregið niður meðaltalið innan ESB. Meðalævi íbúa ESB-landanna er nú tveim árum lengri en í Bandaríkjunum en hún var hálfu ári skemmri 1960. Þrátt fyrir vandræði síðustu ára er stuðningur almennings við aðild að ESB nú meiri en hann hefur verið um langt skeið. Tveir af hverjum þrem íbúum ESB-landanna á heildina litið telja land sitt hafa notið góðs af aðild skv. Hagstofu ESB. Ítalía er eina landið þar sem innan við helmingur aðspurðra (44%) telur landið hafa notið góðs af aðild. Þessi hópur er þó ívið stærri en hópur þeirra Ítala sem telja landið ekki hafa notið góðs af aðild (41%). Í öllum hinum aðildarlöndunum 27 telur meiri hlutinn land sitt hafa notið góðs af. Hlutfallið nær frá 53% í Bretlandi upp í 94% á Möltu.Hvað um Bretland? Takið eftir þessu: 53% Breta telja land sitt hafa notið góðs af ESB-aðild meðan 28% Breta telja landið ekki hafa gert það. Hlutfallið er næstum tveir gegn einum. Könnunin var gerð 2018, tveim árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2016 þar sem 52% kjósenda greiddu atkvæði með úrsögn úr ESB. Þótt meiri hluti þingsins í London sé andvígur úrsögn dettur fáum þar í hug að þingið geti leyft sér að taka ráðin af kjósendum. Brezkir þingmenn bera flestir virðingu fyrir lýðræði. Þingið hefur þó haldið illa á málinu. Fyrr í vikunni hafnaði þingið úrsagnarsamningi Theresu May forsætisráðherra við ESB með yfirgnæfandi meiri hluta. Við blasir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings í lok marz. Slík endalok myndu valda glundroða og miklu fjártjóni. Þess vegna hlýtur þingið að reyna að finna aðra leið, annaðhvort frestun útgöngunnar eða frekari undanslætti sem óvíst er að ESB geti fallizt á eða þá nýja atkvæðagreiðslu eftir þeirri hugsun að enginn getur haggað úrslitum þjóðaratkvæðis nema þjóðin sjálf. Þetta væri þó þrautalending þar eð niðurstöðu þjóðaratkvæðis ber að virða hvernig sem allt veltur. Réttast væri að Bretar gengju út, tækju skellinn og skoðuðu hug sinn upp á nýtt að nokkrum árum liðnum.Tvíþætt valdarán Mjög hallar á Alþingi í samanburði við brezka þingið. Alþingi hefur nú í bráðum sjö ár hunzað niðurstöðu þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi treystir sér ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið því þingmenn vita að stjórnarskrá eins og þeir vilja margir hafa hana, án jafns vægis atkvæða og án virks ákvæðis um auðlindir í þjóðareigu, myndi aldrei hljóta samþykki kjósenda. Valdarán Alþingis er tvíþætt. Þingið hunzar þjóðaratkvæðagreiðslu sem þegar hefur farið fram án þess að geta haldið aðra líkt og brezka þingið gæti gert. Fólkið í landinu á því ekki annarra kosta völ en að leysa frá störfum við fyrsta tækifæri alla þá menn og flokka sem hafa brugðizt í stjórnarskrármálinu, brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Ólíkt hefst fólk að Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri til menntunar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar Skoðun Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Á bak við tjöldin Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar Skoðun Lagarammi um lögbrot Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Burt með mismunun! Skúli Helgason skrifar Skoðun Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson skrifar Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Er ekki bara best? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Fjölgun lóða, hér er leiðin! Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er enn tími… Svanhildur Bogadóttir skrifar Skoðun Fjárfesting í þágu barna Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Hvetjum samstarfsfólkið til að fara í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun „Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Mörkin lögmannsstofa: Áskorun til núverandi stjórnarmanna Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Palestína, háskólar og (af)nýlenduvædd rými Jovana Pavlović skrifar Sjá meira
Reykjavík – Evrópusambandið var stofnað til að standa vörð um nýfenginn frið í álfunni eftir heimsstyrjöldina síðari. Sambandinu var ætlað að girða fyrir árekstra og efla sætti meðal ólíkra þjóða sem búa þröngt á tiltölulega litlu landsvæði og höfðu öldum saman eldað grátt silfur með miklu mannfalli. Fyrsta skrefið var að setja auðlindir Frakklands og Þýzkalands undir einn hatt með stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 1952. Þetta er gamla sagan um að standa saman frekar en að falla. Reynslan sýnir að náttúruauðlindir geta leitt af sér ófrið sé þeim illa stjórnað og sé afrakstrinum misskipt. Ástandið í Austurlöndum nær og víðar vitnar um vandann.Samstjórn, sérstjórn Kola- og stálbandalagið þótti gefast vel. Samstarfið var smám saman víkkað út. Friðarbandalagið varð einnig að efnahagsbandalagi. Landamæri voru lögð niður: Viðskipti með vörur, þjónustu, vinnuafl og fjármagn milli landa urðu jafnfrjáls 1992 og slík viðskipti eru innan hvers lands fyrir sig. Landamæri innan ESB urðu í reyndinni eins og hreppamörk. Vandinn var að finna og feta meðalveginn milli samstjórnar sumra mála á sameiginlegum vettvangi og sérstjórnar annarra mála í hverju landi fyrir sig. Þetta var svipuð þraut og Bandaríkjamenn höfðu glímt við eftir byltinguna gegn Bretum 1775-1783. Hvar átti að draga mörkin milli valdsviðs alríkisstjórnarinnar og einstakra fylkisstjórna? Stjórnarskráin telst ekki leyfa einstökum fylkjum að segja sig úr lögum við Bandaríkin. Tilraun ellefu fylkja til úrsagnar 1861 leiddi til borgarastyrjaldar. Evrópulöndin hafa vitandi vits gengið skemmra í sameiningarátt en Bandaríkin. ESB er enn sem komið er frekar laustengt ríkjasamband, en Bandaríkin eru fastskorðað sambandsríki. Aðildarlöndum ESB er heimilt að yfirgefa sambandið. Engin þjóð hefur þó hingað til sagt sig úr ESB nema Grænlendingar. Þeir ákváðu með 53% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 1982 að segja sig úr ESB í kjölfar fiskveiðideilu. Úrsögnin gekk í gildi 1985. Sem þegnar dönsku krúnunnar eru Grænlendingar þó ESB-borgarar eftir sem áður. Grænland er þar að auki evruland í reynd þar eð Grænlendingar nota dönsku krónuna líkt og Færeyingar og hún er rígbundin við evruna skv. ákvörðun Seðlabanka Danmerkur.Fjölgun úr sex í 28 Aðildarríkjum ESB fjölgaði með tímanum úr sex í 28 enda hefur ESB vegnað vel. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í ESB-löndum hefur frá 1990 vaxið úr 63% í 68% af kaupmætti þjóðartekna á mann í Bandaríkjunum þótt mörg ný aðildarlönd hafi dregið niður meðaltalið innan ESB. Meðalævi íbúa ESB-landanna er nú tveim árum lengri en í Bandaríkjunum en hún var hálfu ári skemmri 1960. Þrátt fyrir vandræði síðustu ára er stuðningur almennings við aðild að ESB nú meiri en hann hefur verið um langt skeið. Tveir af hverjum þrem íbúum ESB-landanna á heildina litið telja land sitt hafa notið góðs af aðild skv. Hagstofu ESB. Ítalía er eina landið þar sem innan við helmingur aðspurðra (44%) telur landið hafa notið góðs af aðild. Þessi hópur er þó ívið stærri en hópur þeirra Ítala sem telja landið ekki hafa notið góðs af aðild (41%). Í öllum hinum aðildarlöndunum 27 telur meiri hlutinn land sitt hafa notið góðs af. Hlutfallið nær frá 53% í Bretlandi upp í 94% á Möltu.Hvað um Bretland? Takið eftir þessu: 53% Breta telja land sitt hafa notið góðs af ESB-aðild meðan 28% Breta telja landið ekki hafa gert það. Hlutfallið er næstum tveir gegn einum. Könnunin var gerð 2018, tveim árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2016 þar sem 52% kjósenda greiddu atkvæði með úrsögn úr ESB. Þótt meiri hluti þingsins í London sé andvígur úrsögn dettur fáum þar í hug að þingið geti leyft sér að taka ráðin af kjósendum. Brezkir þingmenn bera flestir virðingu fyrir lýðræði. Þingið hefur þó haldið illa á málinu. Fyrr í vikunni hafnaði þingið úrsagnarsamningi Theresu May forsætisráðherra við ESB með yfirgnæfandi meiri hluta. Við blasir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings í lok marz. Slík endalok myndu valda glundroða og miklu fjártjóni. Þess vegna hlýtur þingið að reyna að finna aðra leið, annaðhvort frestun útgöngunnar eða frekari undanslætti sem óvíst er að ESB geti fallizt á eða þá nýja atkvæðagreiðslu eftir þeirri hugsun að enginn getur haggað úrslitum þjóðaratkvæðis nema þjóðin sjálf. Þetta væri þó þrautalending þar eð niðurstöðu þjóðaratkvæðis ber að virða hvernig sem allt veltur. Réttast væri að Bretar gengju út, tækju skellinn og skoðuðu hug sinn upp á nýtt að nokkrum árum liðnum.Tvíþætt valdarán Mjög hallar á Alþingi í samanburði við brezka þingið. Alþingi hefur nú í bráðum sjö ár hunzað niðurstöðu þjóðaratkvæðis um nýja stjórnarskrá 2012. Alþingi treystir sér ekki til að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið því þingmenn vita að stjórnarskrá eins og þeir vilja margir hafa hana, án jafns vægis atkvæða og án virks ákvæðis um auðlindir í þjóðareigu, myndi aldrei hljóta samþykki kjósenda. Valdarán Alþingis er tvíþætt. Þingið hunzar þjóðaratkvæðagreiðslu sem þegar hefur farið fram án þess að geta haldið aðra líkt og brezka þingið gæti gert. Fólkið í landinu á því ekki annarra kosta völ en að leysa frá störfum við fyrsta tækifæri alla þá menn og flokka sem hafa brugðizt í stjórnarskrármálinu, brýnasta hagsmunamáli þjóðarinnar.
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir,Helga Rakel Rafnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun