Skrifaðu veggjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 17. janúar 2019 07:00 „Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
„Skrifaðu flugvöll“, er þekktur frasi sem gjarnan er nefndur sem dæmi um vinsældakaup og óraunsæi stjórnmálamanna. Á síðustu vikum hefur lifnað ný útgáfa af frasanum; skrifaðu veggjöld. Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem fyrir nokkrum mánuðum var kynnt sem fullfjármögnuð stórsókn í samgöngumálum með ítarlegri forgangsröðun var sett í öndunarvél á dögunum fyrir jól. Lífsvonin virðist fólgin í risalántöku sem á svo að greiða með viðbótarskattlagningu í formi veggjalda. Í grófum dráttum felur hugmyndin í sér að lögð verði veggjöld á allar stofnbrautir sem tengjast höfuðborgarsvæðinu til að tryggja framkvæmdir þar. Það fjármagn sem var tilgreint í þessar sömu framkvæmdir í hinni löskuðu samgönguáætlun er tekið út og nýtt í framkvæmdir víða um land. Ef marka má viðbrögð sveitarstjórnarmanna af landsbyggðinni sbr. fréttir Stöðvar 2 í vikunni, eru þeir eðlilega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi vegabætur sem þessi tilfærsla gæti fjármagnað. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ríkisstjórnin hyggst færa fjármagn til vegaframkvæmda út úr samgönguáætlun og yfir í veggjöld eru eðlilega ekki jafnkátir. Þess utan er ekkert í nýjum tillögum um að ríkið skuldbindi sig til að tryggja fjármögnun á Borgarlínu. Bara eitthvað óljóst um að það eigi eftir að finna fjármagn. Og þeir sem hefðu haldið að svona róttækum breytingum fylgdu almennt skýrar áherslur í almenningssamgöngum eða umhverfismálum koma að tómum kofanum. Það var svo ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin gerði mikið úr því að hafa lagt fram full fjármagnaða samgönguáætlun í haust. Samkvæmt lögum um opinber fjármál frá 2016 vinna stjórnvöld nú eftir fjármálastefnu og fjármálaáætlun til viðbótar við fjárlög. Markmiðið er m.a. að tryggja heildstæða stefnumörkun í opinberum fjármálum til lengri og skemmri tíma og tryggja vandaðan undirbúning áætlana og meðferð opinbers fjár. Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn? Má þetta?
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar