Ekki stytta vinnuvikuna! Valgerður Árnadóttir skrifar 17. janúar 2019 08:37 Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna ættum við að stytta vinnuvikuna? Við höfum alltaf haft þetta svona. Þetta er bara fínt, við þurfum ekki að breyta því sem hefur virkað hingað til. Nennir fólk ekkert að vinna lengur? Eru þetta rök? Nei, það að við „höfum alltaf haft þetta svona” eru ekki málefnaleg rök fyrir því að það eigi ekki að breyta því. Kulnun er orð ársins 2018. Orð sem við því miður heyrum æ oftar því það er staðreynd að fólk er að keyra sig út. Þessvegna ætla ég að telja upp nokkur rök því til stuðnings að við styttum vinnuvikuna.Kostir þess að stytta vinnuvikuna Tilraunaverkefni í Bretlandi þar sem vinnustaðir eða sveitarfélög hafa tekið upp 4 daga vinnuviku eða 32 stunda viku sýna að: Afköst og framleiðni eru þau sömu eða betri. Starfsfólk er sjaldnar veikt. (nýtir færri veikindadaga) Jöfnuður eykst, meðal annars því feðrum er gefinn aukinn kostur á að taka þátt í barnauppeldi og heimilisstörfum sem alla jafna falla aðallega á konur, en konur eru 45% líklegri til að upplifa kulnun en karlar vegna álags sem fylgir því að sinna barnauppeldi og heimilisstörfum ásamt fullri vinnu. Styttri vinnuvika mengar minna –já þú last rétt, því fólk í fríi notar mengandi samgöngur minna, hefur meiri tíma til útivistar og kaupa frekar ferskt hráefni til að elda úr heldur en tilbúna rétti. Rannsóknir sýna að við það að stytta vinnuvikuna um 20% myndum við draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 16%.Fólk með styttri vinnuviku er betra til heilsunnar líkamlega og andlega, það sinnir börnum sínum betur og hefur meiri tíma til að sinna því sem meira máli skiptir “eins og að bjarga jörðinni frá glötun!” (eins og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki og stjórnarmaður lýðræðisfélags Öldu orðaði það svo skemmtilega á málþingi um styttingu vinnuvikunnar.)Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hunsa niðurstöður Hvers vegna, í ljósi niðurstaðna, eru samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki að styðja þessa kröfu verkalýðsfélaganna? Það mætti halda að þau hafi ekki kynnt sér kosti þess fyrir allt samfélagið og efnahagslífið að stytta vinnuvikuna? Það mætti halda að þeir væru gamaldags og forpokaðir jakkafatakarlar sem ekki hafa áhuga á að hlusta á fólkið sem vinnur fyrir þau og halda fyrirtækjum þeirra gangandi? Það mætti halda að SA hafi afþakkað að taka þátt í eða að yfirleitt að mæta á málþing um styttingu vinnuvikunnar þrátt fyrir ítrekuð boð þar um?Í staðinn leggja samtök atvinnulífsins til að dagvinnutími sé lengdur úr 9 tímum í 13, þeir telja það hagræðingu fyrir starfsfólk að geta valið það að vinna 8 tíma á tímabilinu frá 6 á morgnana til 19 á kvöldin án yfirvinnukaups og án kaffitíma, því þá geti þau stytt vinnudaginn en samt unnið jafn marga tíma. Þessar tillögur SA eru illa ígrundaðar og algjörlega úr takti við þróunina sem á sér stað í löndum sem við viljum bera okkur saman við.Kjarasamningar eru lausir Á þriggja ára fresti gefst okkur kostur á að semja um kaup okkar og kjör. Þessi tími gefur málsaðilum tækifæri til að koma til móts við hvort annað, endurskoða það sem betur má fara, afla upplýsinga og semja með bætt lífskjör fólks og hagsæld samfélagsins að leiðarljósi. Mannauð á ekki að meta einungis út frá fjárhagslegum hagnaði heldur samfélagslegum. Það er okkur öllum til framdráttar að auðga líf fólks í landinu, stytting vinnuvikunnar er auðveldasta leiðin til að bæta lífsgæði fólks, auka framleiðini og afköst, stuðla að auknum jöfnuði, menga minna og minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið vegna lífstílssjúkdóma. Minni vinna og allir vinna.Höfundur er starfsmaður Eflingar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun