Lífið

Græddi 120 þúsund krónur á ráðningu Þjóðleikhússtjóra

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynnt var um ráðningu Þjóðleikhússtjóra í gær.
Tilkynnt var um ráðningu Þjóðleikhússtjóra í gær. Fréttablaðið/Stefán

Magnús Ragnarsson, framkvæmdarstjóri hjá Símanum, var að öllum líkindum ánægðari en flestir með ráðningu Magnús Geirs Þórðarsonar í sæti Þjóðleikhússtjóra.

Í gær var tilkynnt um það að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafi ákveðið að skipa Magnús Geir, núverandi útvarpsstjóra, í stöðuna.

Fram kom í tísti Magnúsar að hann hafi þar með unnið alls fjögur veðmál og í heildina haft 120 þúsund krónur upp úr krafsinu. Magnús staðfesti þetta í samtali við Vísi en vildi annars ekkert tjá sig um málið.

Nokkur eftirvænting var eftir ákvörðun ráðherrans og höfðu margir trú á því að Magnús væri líklegur til að hljóta starfið eftir að hann tilkynnti um umsókn sína í byrjun júlí síðastliðnum. Magnús hefur áður gengt stöðu leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu og sömuleiðis hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir norðan.

Sjö sóttu um stöðuna en meðal umsækjenda voru Ari Matthíasson, núverandi Þjóðleikhússtjóri, og Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.


Tengdar fréttir

Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun.

Magnús Geir verður næsti Þjóðleikhússtjóri

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra sem Þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.