Greiðum leiðina fyrir stúdenta Katla Ársælsdóttir skrifar 22. september 2019 14:18 Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skóla - og menntamál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngur skipta okkur öll gríðarlega miklu máli. Þær þurfa að vera góðar og aðgengilegar því öll verjum við dýrmætum tíma í að ferðast á milli staða í dagsins amstri. Nú er þó komin upp sú staða að við sem samfélag þurfum nauðsynlega að breyta samgönguháttum okkar og gera þá umhverfisvænni til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Ungt fólk er stór hópur þeirra sem nýta sér almenningssamgöngur og eru stúdentar þar á meðal. Mikil tækifæri felast í því að bæta þennan samgöngumáta, svo að fólk sjái hag sinn í því að nota hann. Almenningssamgöngur eru klárlega framtíðin en þær þurfa að bæði að vera aðlaðandi og raunhæfur kostur. Til þess þurfa þær að vera ódýrar, aðgengilegar og spara fólki tíma. Það er því ljóst að þörf sé á úrbótum. Til að mynda er mikilvægt að halda verði á stúdentakortum í lágmarki svo sem flestir eiga þann kosta völ að eiga slíkt. Einnig þarf að gera strætóleiðir milli ýmissa bygginga háskólans greiðari og þá einnig leiðir frá háskólasvæðinu að þjónustu eins og lágvöruverðsverslunum og heilbrigðisþjónustu. Markvissari hraðleiðir væri ákjósanleg úrbót en þá gæti strætó nýst sem góður og jafnframt hraður samgöngukostur á milli staða. Sér í lagi er þörf á því að þeir stúdentar sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins hljóti sömu kjör á fargjöldum og aðrir stúdentar, en sú er ekki raunin í dag. Deilireiðhjólin sem nýlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum innan Reykjavíkurborgar, þar á meðal á háskólasvæðinu er mikið fagnaðarefni og stórt skref í átt að sjálfbærari samgönguháttum. En til þess að stúdentar geti nýtt sér þennan ferðamáta sem skyldi er nauðsynlegt að bætt sé úr hjóla- og göngustígum í kringum háskólasvæðið, þeim fjölgað og ekki látið lúta í lægra haldi fyrir einkabílnum. Það liggur í augum uppi að bættar almenningssamgöngur munu leiða til góðs, bæði fyrir hinn almenna stúdent og fyrir umhverfið. Þar með sagt er mikilvægt að breytingar verði á og almenningssamgöngum og umhverfisvænum samgöngumátum sé gert hærra undir höfði. Gerum almenningssamgöngur að aðgengilegum og eftirsóknarverðum kosti og greiðum þar með leiðina fyrir stúdenta.Höfundur er ritstýra Röskvu og varafulltúi í Stúdentaráði á Hugvísindasviði
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun