Ótrúlegu undirhandarskotin hans Hauks Þrastarsonar eru engin tilviljun Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2019 11:00 Magnað mark. mynd/skjáskot Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019 Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15