Áskoranir í persónuvernd– er þitt sveitarfélag tilbúið? Telma Halldórsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 25. maí, á evrópska persónuverndardeginum tekur gildi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Reglugerðin öðlast gildi á Íslandi eftir að Alþingi setur lög um málið. Hér á landi voru drög að frumvarpi kynnt fyrir stuttu og hafa stjórnvöld lýst því yfir að stefnt sé að innleiðingu nýrra laga um persónuvernd eins nálægt deginum í dag og hægt er. Er því ljóst að ástæða er fyrir sveitarfélög landsins að spýta í lófana enda er sá tími sem er til stefnu, frá því að frumvarp er kynnt og þar til lögin munu öðlast gildi, afar stuttur. Sveitarfélög fara með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem hluta af lögbundinni þjónustu þeirra, m.a. við rekstur grunnskóla, leikskóla, félagsþjónustu, öldrunarþjónustu, leyfisveitingar, starfsmannahald o.fl. Sveitarfélög bera ábyrgð á meðferð allra þessara upplýsinga og að farið sé að lögum um persónuvernd. Innleiðing nýrra persónuverndarlöggjafar kallar auk þess á umfangsmiklar breytingar og því má heita ljóst að innleiðing nýrra laga felur í sér sérlega umfangsmikið verkefni innan stjórnsýslu sveitarfélaga. Afar mikilvægt er því að sveitarstjórnarmenn geri sér grein fyrir þeim ríku skyldum sem hvíla á þeim í þessum efnum og taki nauðsynleg skref við innleiðingu og undirbúning fyrir ný lög til að verja sveitarfélögin gegn mögulegum málaferlum og stjórnsýslusektum. Hér er um að ræða verkefni sem nýjar sveitarstjórnir verða að setja framarlega í forgangsröðina strax að kosningum loknum, en á meðal þess sem öll sveitarfélög þurfa að fara yfir, hvert í sínu ranni, er eftirfarandi:Er kominn persónuverndarfulltrúi hjá sveitarfélaginu, sem uppfyllir þær ríku kröfur sem gerðar eru í lögunum?Hefur vinnsla sveitarfélagsins verið skoðuð og vinnsluskrá gerð?Hafa öryggiskerfi og skjalakerfi sveitarfélagsins verið skoðuð m.v. kröfur í nýjum lögum?Hafa samningar við vinnsluaðila verið yfirfarnir?Hefur sveitarfélagið sett sér persónuverndarstefnu og önnur skjöl sem lögin gera ráð fyrir?Er sveitarfélagið með áætlun um innleiðingu og hlítingu? Sé undirbúningur skammt á veg kominn, er mikilvægt að tímasett verkefnaáætlun verði gerð sem sýnir hvernig sveitarfélagið ætli sér að uppfylla kröfur laganna. Þar sem þessi vinna er ekki bara tímafrek heldur líka kostnaðarsöm skiptir skipulag höfuðmáli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mikið starf við undirbúning nýju laganna og má finna bæði leiðbeiningar og hagnýta fyrirlestra um efnið á vef þess. Einnig hafa stöðluð skjöl verið mótuð og aðlöguð að löggjöfinni af lögfræðingahópi um persónuvernd og UT hópi um persónuvernd hjá sambandinu sem nýtast sveitarfélögunum. Þá hefur með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mikið starf verið unnið að undanförnu í grunnskólum landsins vegna rafrænna kerfa, áhættumats o.fl. Frekari vinna er svo að fara af stað við innleiðingu í grunnskólum, leikskólum og frístundastarfi í samvinnu við Reykjavíkurborg sem deilt verður með öllum sveitarfélögum. Ljóst er að verkefnið er stórt, en tækifæri til úrbóta eru jafnframt mikil. Sameiginlegir hagsmunir bæði sveitarfélaga og íbúa eru augljóslega að gætt sé að persónuverndarupplýsingum og meðferð þeirra. Sambandið óskar öllum gleðilegs persónuverndardags og hvetur sveitarfélög landsins áfram til góðra verka á sviði persónuverndar.Höfundur er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun