Hvenær skila kjötinnflytjendur 3.000 milljónum króna til neytenda? Steinþór Skúlason skrifar 25. maí 2018 07:00 Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagnrýna að ríkið bjóði upp tollkvóta sem leyfa tollfrjálsan innflutning kjöts meðal annars með nýjum tollasamningi við EB sem mun auka innflutt kjöt til landsins um nálægt 2.600 tn á ári. Málflutningur FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvótana gefins því að þannig muni þeir skila ávinningi af þeim til neytenda sem núverandi kerfi geri ekki. Það má álasa undirrituðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rökleysu sem í málflutningi FA felst. Uppboð á takmörkuðum gæðum, í þessu tilfelli innflutningskvóta, er mjög skilvirk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vöruna við sölu og því kaupendur á markaði sem að lokum greiða tilboðsgjaldið. Ríkissjóður fær gjaldið sem innflytjendur bjóða. Það ætti öllum að vera ljóst að ríkissjóður er ekkert annað en samnefnari allra Íslendinga og þar með allra neytenda landsins. Núverandi fyrirkomulag tryggir því gegnsæi og hámarks skilvirkni og að allur ávinningur skilar sér til neytenda. Það er svo ríkisvaldsins að ákveða hvernig þessum ávinningi er komið til einstakra neytenda. Það má gera með því að lækka svokallaðan matarskatt, með því að efla heilbrigðiskerfið eða með annarri ráðstöfun sem nýtist almenningi í landinu. Krafa Félags atvinnurekenda um að hætt verði að bjóða út innflutningskvóta er því krafa um að færa verulega fjármuni frá neytendum til heildsala. Formgallar voru á framkvæmd útboða tollkvóta í nokkur ár og fyrirkomulagið dæmt sem ólögleg skattheimta. Vegna þess hefur ríkissjóður endurgreitt innflytjendum um 3.000 milljónir króna eins og fram kemur í fréttabréfi FA hinn 8. febrúar síðastliðinn. Þessar 3.000 milljónir eru neytendur landsins búnir að greiða innflytjendum í verði þeirra vara sem fluttar voru inn. Það eru ekki allir innflytjendur félagsmenn í Félagi atvinnurekenda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helming þeirra 3.000 milljóna sem ríkissjóður og þar með neytendur landsins hafa endurgreitt innflytjendum. Það hlýtur að vera brýnt verkefni framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að sjá til þess að heildsalar í félagsskap hans endurgreiði neytendum þá miklu peninga sem þeir hafa fengið frá neytendum með endurgreiðslunum. Þetta má gera með ýmsum hætti en einfalt að endurgreiða ríkissjóði sem er fulltrúi allra neytenda landsins. Ef þetta er ekki gert þá er skýrara en á björtum sumardegi að málflutningur Félags atvinnurekenda snýst ekki um hagsmuni neytenda heldur um hagsmuni heildsala.Höfundur er varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun