Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Clive Stacey skrifar 28. febrúar 2018 12:53 Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun