Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Clive Stacey skrifar 28. febrúar 2018 12:53 Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar