Með hverjum heldur þú? Þorvaldur Gylfason skrifar 28. júní 2018 07:00 Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjónvarpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og vonbrigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessarar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistaramótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöldinni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heimsmeistaratitilinn 11 sinnum, þar af Englendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land.Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóðræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Ameríkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar.En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýðræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kólumbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Transparency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðningi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrugvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjónvarpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og vonbrigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessarar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistaramótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöldinni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heimsmeistaratitilinn 11 sinnum, þar af Englendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land.Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóðræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Ameríkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar.En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýðræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kólumbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Transparency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðningi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrugvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun