Að eignast barn á að vera spennandi og skemmtilegur tími Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2018 22:43 Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sem ein af þeim konum sem á að fæða barn í júlí, þá langar mig bara að koma á framfæri óánægju minni með viðbragðsáætlun LSH og samninganefnd ríkisins. Þið getið gert betur! Hvernig á ég að vera fullviss um að öryggi mitt og ófæddrar dóttur minnar sé ekki stofnað í hættu? Bara afþví að einhverjum toppum í einhverri stjórn finnst greinilega ekki nógu merkilegt að vinna við að hjálpa næstu kynslóð á öruggan hátt í heiminn? Maður fær náttúrulega bara há laun ef maður vinnur við peninga eða við að mæta á fundi.. Á ég kannski að þurfa að borga einhverri ljósmóður sem ég þekki til að veita manni þá þjónustu sem maður þarf? Nei bíddu... ég er bara hjúkka, föst undir gerðardómi og þá á maður ekki þannig aur. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Hvað þarf að gerast til að konur, sem sinna bara konum og börnum fái sanngjörn laun sem endurspegla menntun og þá ábyrgð sem þær bera. Mundi karlmaður í þessari stöðu fá sömu laun? Eða væri kannski hægt að gera aðeins vel við hann. Ef ljósmæður væru eingöngu að sinna varnarlausum karlmönnum, mundi þá vera gert betur við þær? Feðraveldið er alveg að ná nýjum hæðum hérna. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Ég las viðbragðsáætlun LSH útaf þessu máli. Lokum 5 plássum á sængurlegunni! Beinum konum og nýburum annað! Í alvöru? Það eru ekki aukinn stöðugildi eða fleiri ráðnir inn á Akureyri eða Akranesi til að bæta ástandið. Afhverju eiga þessar stofnanir að ráða við aukið álag ? Ljósmæðurnar á þessum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslunni eru með alveg jafn slæma samninga..... Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Eins og margar þungaðar konur, þá er ég skráð í bumbuhóp á facebook. Bumbuhóp fyrir konur sem eiga að fæða börnin sín í Júlí 2018. Það er óhætt að segja að þar sé mikil ólga og yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra séu farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. Verðandi mæður eru á nálum, þar sem júlímánuður mun ekki bitna á stjórnvöldum... ekki á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðissráðherra eða samninganefnd ríkisins. Ljósmæðraskortur bitnar á okkur og ófæddum börnum sem eiga rétt á því að fá faglega og fullnægjandi þjónustu, bæði í og eftir fæðingu. Þegar ljósmæður hófu sína kjarabaráttu þá stóð ég í þeirri trú að þetta mundi allt blessast. Ég hafði ekki trú á því að ríkissáttarsemjari og stjórnvöld myndu leyfa þessu að ganga svona langt. Þvílík vanvirðing sem þunguðum konum er sýnd með því að leyfa ástandinu að fara út fyrir öll velsæmismörk. Eftir nokkra daga þá hætta að minnsta kosti 19 ljósmæður og fleiri eru að bætast hratt í hópinn. Ekki nóg með það heldur er yfirvofandi verkfall um miðjan júlímánuð. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður! Núna bíð ég eftir að dóttir mín fæðist. Settur fæðingardagur er um miðjan júlí, sem þýðir að ég er komin 37 vikur á leið. Mikið vildi ég óska þess að ég gæti platað fæðingarlækni til að skrifa upp á gangsetningu bara strax í gær. En svo gott er það ekki. Ég fæ að bíða eftir júlí. Júlímánuður sem er farinn að vera ógnvekjandi og streituvaldandi tími sem er handan við hornið. Mikið rosalega öfunda ég þær konur sem náðu að eiga sitt barn í júní. Ég vonaði að ég yrði ein af þeirra, en svo virðist ekki ætla að vera. Þannig núna þarf bara að krossa fingur og vona að samningar náist, krossa fingur um að komið verði fram við ljósmæður með þeirri virðingu sem þær eiga skilið. Standið ykkur betur og semjið við ljósmæður!
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun