Bíðum ekki með Reykjanesbrautina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 07:00 Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun