Svívirða kjartan hreinn Njálsson skrifar 30. október 2018 07:15 Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar