Rétti ráðherrann Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. júní 2018 10:00 Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið mikið fyrir áherslum Vinstri grænna í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er hið sterka og leiðandi afl. Fari fram sem horfir munu Vinstri græn stórskaðast á samstarfinu. Það er þó ekki of seint fyrir flokkinn að endurheimta sjálfsvirðinguna. Það á nefnilega ekki að vera lögmál að þeir flokkar sem fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn verði á örskömmum tíma viljalaust verkfæri í höndum íhaldsins. Vinstri græn verða að hrista af sér slenið. Þar verður hugumstór einstaklingur að hafa frumkvæði og til þess hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nú ágætis tækifæri. Vinstri græn hafa fram að þessu getað borið höfuðið hátt þegar kemur að stefnu í umhverfismálum því náttúruvernd hefur verið þeim mikið hjartans mál. Það verður ekki tekið af Vinstri grænum að þar á bæ kann heimilisfólk að meta verðmæti ósnortinnar náttúru. Nú er komið að Vinstri grænum að sanna þessa umhyggju í verki. Enginn ráðherra er betur til þess fallinn en áðurnefndur Guðmundur Ingi, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar. Sem umhverfisráðherra á hann að vera einn af gæslumönnum náttúrunnar og nýta vald sitt í þágu hennar. Það eru næg dæmi um ráðherra sem sitja með hendur í skauti í þægilegum ráðherrastól, hæstánægðir með titilinn, en eru svo verklitlir að engu er líkara en þeir leggi kapp á að aðhafast sem minnst. Þegar þeir svo hverfa á braut, eins og ráðherrar gera að lokum, skilja þeir lítið eftir sig og eru fljótir að gleymast. Því verður ekki trúað að fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar sé stjórnmálamaður af þessari gerð. Nú á umhverfisráðherra leik og hans er að sýna að hann sé réttur ráðherra á réttum stað. Nú hafa Landvernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hvatt ráðherrann til að friðlýsa svæði við Drangajökul sem spannar virkjanasvæði hinnar mjög svo umdeildu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Virkjanahugmyndir yrðu þar með væntanlega slegnar út af borðinu. Rökin fyrir þessari friðlýsingu eru augljós, verið er að vernda einstök ósnortin víðerni. Þessum ómetanlegu verðmætum mega Íslendingar ekki fyrir nokkurn mun fórna. Andvaraleysi getur verið hættulegt og leitt til þess að menn vakni einn daginn upp við vondan draum og átti sig á því að landið hefur verið selt úr höndum þeirra. Þá er auðvelt fyrir menn að reka upp ramakvein og iðrast aðgerðaleysis síns en það breytir ekki þeirri dapurlegu staðreynd að með þögn sinni lögðu þeir samþykki yfir það að náttúruperlum yrði eytt í þágu virkjana. Það væri hrikalegur álitshnekkir fyrir Vinstri græn ef þau bregðast í þessu máli. Á hverju flokksþinginu á fætur öðru ályktar flokkurinn um mikilvægi náttúruverndar og talar fjálglega um eflingu umhverfisvitundar. Eldmessur á landsfundum lífga upp á samkomuna en duga ekki einar sér. Það þarf að koma hugsjónamálum í framkvæmd þegar tækifæri gefst til. Nú þegar Vinstri græn eru í ríkisstjórn verður flokkurinn að gera þessar áherslur sínar sýnilegar. Varla vilja Vinstri græn vera ábyrg fyrir því að hafa í ríkisstjórnarsamstarfi samþykkt að fórna náttúrugersemum þessa lands.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun