

Að finna farvegi – nokkur orð um símenntun í dreifbýli
Í grófum dráttum sinna allar símenntunarmiðstöðvar landsins þessum sömu meginverkefnum. Áherslur í starfinu taka þó vissulega mið af ólíkum þörfum fólks og atvinnulífs á hverju starfssvæði. Þannig er starfsemi dreifbýlli miðstöðvanna, t.d. hjá Þekkingarneti Þingeyinga í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, að nokkru leyti frábrugðin starfi símenntunarmiðstöðvanna í stærri og fjölmennari byggðarlögum. Landfræðilegar aðstæður, dreifð byggð og ólíkir atvinnuhættir útheimta þjónustu sem henta þessum aðstæðum.
Að þekkja sitt svæði
Þekkingarnet Þingeyinga er dæmigerð símenntunarmiðstöð á víðfeðmu og dreifbýlu svæði. Hundruð kílómetra á milli enda starfssvæðisins með öflugu atvinnulífi sem einkennist af útflutningsgreinunum sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Frá upphafsárum Þekkingarnetsins og annarra símenntunarmiðstöðva hefur byggst upp mikil og sérhæfð þekking á þörfum atvinnulífs og markhóps okkar á hverju og einu svæði. Eitt af því sem lærst hefur er að símenntunarþjónustu verður ekki fjarstýrt. Þörfum fólks og fyrirtækja verður að mæta með nálægð og svæðisbundinni þekkingu. Þekkingarnet Þingeyinga rekur þjónustustaði og mannaðar starfsstöðvar um allt sitt víðfeðma hérað. Sama gildir um símenntunarmiðstöðvarnar um land allt. Saman mynda þær þéttriðið net námsþjónustu sem nær skipulega yfir allt landið. Með staðkunnáttu og persónulegum kynnum við fólk og atvinnulíf náum við betur að koma þjónustu okkar á framfæri. Við fjarstýrum ekki framhaldsfræðslu svo auðveldlega, það er ekkert sem kemur í stað nálægðarinnar og hinnar persónulegu þjónustu.
Beittasta vopnið
Það er okkar reynsla að beittasta vopnið í framhaldsfræðslunni í dreifbýlinu er ráðgjöf. Ráðgjöf til fólks og atvinnulífs um nám og starf. Í víðum skilningi nær náms- og starfsráðgjöfin yfir samtöl við fólk og fyrirtæki – bæði formleg og óformleg – á vinnustöðum eða utan þeirra. Inni á kontór með einkaviðtali eða með spjalli við hóp í kaffikrók á vinnustað. Í framhaldi af þessum samtölum tekur fólk skref í átt til náms- eða starfsþróunar af einhverjum toga. Viðtöl, samtöl og kynningar ráðgjafanna við fólk draga fram svo ótal margt sem er svo mikilvægt til þess að vísa fólki veginn. Nefna má færni og áhugasvið fólks, hindranir í námi – t.d. lesblindu og prófkvíða, fyrra nám, hafi það verið til staðar, o.s.frv. Stundum hlýst það af vinnu ráðgjafa að fólk skráir sig á styttri námskeið, í öðrum tilfellum gefur samanlögð reynsla úr fjölbreyttum störfum viðkomandi möguleika á því að fara í raunfærnimat til þess að takast á við næstu skref í námi.
Þess eru dæmi að erlendir ríkisborgar sem hingað hafa flutt hafa í handraðanum prófgráður frá sínum heimalöndum sem þeir hafa ekki getað nýtt í störfum sínum hér. Með viðtölum við náms- og starfsráðgjafa hefur í mörgum tilfellum greiðst vel úr slíkum málum.
Það sem gerir ráðgjöfina að svo beittu vopni í fullorðinsfræðslunni í dreifðum byggðum er færanleiki þjónustunnar. Ráðgjafi Þekkingarnets Þingeyinga sérhæfir sig í atvinnulífi og markhópi síns svæðis. Röltir um kaffistofur fyrirtækja á Húsavík eina vikuna og ekur til Þórshafnar eða Mývatnssveitar þá næstu. Það sama gera kollegarnir á Austurlandi og vestur á fjörðum, á
Snæfellsnesi og Suðurlandi. Ekkert svæði verður útundan.
Að vísa veginn
Það er vart meira en um áratugur síðan símenntunargeirinn á Íslandi fór í auknum mæli að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf. Án nokkurs vafa er þetta fyrrnefnda ráðgjafarhlutverk símenntunarmiðstöðvanna, ekki síst í dreifbýlinu, gríðarlega mikilvægt og mun stærri og dýrmætari þáttur í okkar starfi en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Í dreifðum byggðum landsins eru rekin öflug fyrirtæki, ekki síst þau sem halda uppi útflutningstekjuhlið þjóðhagsreikningsins, svo sem í fiskveiðum, matvælaframleiðslu, iðnaði og ferðaþjónustu. Sökum vegalengda og mannfæðar getur oft eðli málsins samkvæmt verið erfitt að ná lágmarksfjölda þátttakenda á ýmis sérhæfð námskeið og námsleiðir. Þessar aðstæður auka vægi og hlutverk ráðgjafarinnar í dreifðari byggðum, sem verkfæri til að ná til markhópsins okkar, bæði einstaklinga og vinnustaða. Í sumum tilvikum verða til upp úr þessum samtölum námsúrræði fyrir einstaklinga og/eða fræðsluáætlanir fyrir fyrirtæki sem símenntunarmiðstöðvarnar sjálfar standa fyrir fyrir en í fleiri tilvikum virka svæðisbundnu símenntunarmiðstöðvarnar enn frekar við að miðla námi annarra þátta menntakerfisins til þeirra sem þjónustuna þurfa. Það gildir t.d. um sérhæft nám, fjarnám, iðnnám og stúdentsnám.
Mikilvægasta hlutverk símenntunarmiðstöðvar er að greina þarfir og finna leiðir til að koma þeim í farveg, hvort sem unnið er með einstaklingnum eða atvinnulífinu; veita ráð, hlusta, miðla og mæta þörfum. Með stuðningi og leiðbeiningum náms- og starfsráðgjafa til fólks á fámennum stöðum eru þess mörg dæmi að fólk nýtir sér í framhaldinu fjölbreytt námsúrræði.
Það er oftar en ekki mikið átak fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegu námi að taka skrefið yfir þröskuldinn, að láta áralangan draum um að fara aftur á skólabekk rætast. Ráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna hafa hjálpað fleirum en margur hyggur til þess að finna sína farvegi og láta drauma rætast.
Höfundur er forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu og símenntunarstöðva
Skoðun

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar