Finnst við vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til að tryggja Íslandi sigur á Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en skot hans geigaði. Fréttablaðið/Anton „Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
„Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira