Í almannaþágu Magnús Geir Þórðarson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar