Gæludýr í félagslegu húsnæði – tímanna tákn Kristín Sævarsdóttir skrifar 2. maí 2018 21:39 Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Íbúar í félagslegum íbúðum um land allt búa ekki við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir borgarar. Það tel ég óeðlilegt og vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að fá reglunum breytt. Á fundi Velferðarráðs Kópavogs 4. apríl sl. lagði ég fram tillögu um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum bæjarins þannig að íbúarnir búi við sömu reglur um gæludýrahald og aðrir íbúar bæjarins. Gæludýrahald er nokkuð algengt í samfélaginu og fjöldinn allur af gæludýrum gleður fólk um land allt. Kettir og hundar eru þó líklega algengustu gæludýrin hér á landi en um 18 - 20% heimila halda hund eða kött. Í dag er hunda- og kattahald heimilt í langflestum sveitarfélögum að uppfylltum vissum skilyrðum. Á hundaeigendur eru t.d. lagðar ríkar skyldur um örmerkingu, ormahreinsun og skráningu og umsjónarmönnum þeirra gert að greiða gjöld til sveitarfélagsins auk þess sem lausaganga hunda er bönnuð. Algengt er að í samþykktum um kattahald séu gerðar kröfur um örmerkingu og að kettir beri hálsól auk þess sem gelda skal fressketti sem ganga utandyra.Reglur um hunda- og kattahald hafa rýmkast Hunda- og kattaeigendur eru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og búa í ýmiskonar húsnæði. Fólk sem býr í eigin sérbýli nýtur þess frelsis að geta haldið hunda eða ketti án þess að spyrja kóng eða prest, svo lengi sem þau fari eftir almennum reglum um dýrahald og sýni almenna tillitssemi gagnvart nágrönnum og hafi stjórn á gæludýrum sínum eins og unnt er. Í fjölbýli er málið aðeins flóknara þó heldur hafi ræst úr árið 2014 þegar Alþingi gerði breytingu á fjöleignarhúsalögunum sem taka almennt til hunda og kattahalds í fjölbýlishúsum. Áður gat hver eigandi, þegar inngangur eða stigagangur er sameiginlegur, beitt neitunarvaldi gagnvart hunda- eða kattahaldi og það af hvaða ástæðu sem var. Nú þarf ekki samþykki sameigenda í fjölbýlishúsum þegar íbúð hefur ekki sameiginlegan inngang eða stigagang. Í öðru lagi þarf nú samþykki 2/3 hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi þegar inngangur eða stigagangur í fjölbýlishúsi er sameiginlegur..…en ekki í félagslegum íbúðum Frá 1. mars sl var ákveðið að fara af stað með tilraunaverkefni um að leyfa hundum og köttum að fara í Strætó og einnig hafa verið samþykktar nýjar reglur um hollustuhætti sem leyfa gæludýr á veitingahúsum að uppfylltum vissum skilyrðum. Unnið er að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn og má búast við að hunda- og kattavinir geti komið með gæludýrin sín á kaffihús síðar í sumar. Frjálslyndið í hunda- og kattahaldi er þannig að aukast á mörgum sviðum og gleðjast gæludýraeigendur við hverja þá hindrum sem rutt er úr vegi. Enn er þó gæludýrahald almennt bannað í félagslegum íbúðum bæði hjá sveitarfélögum og einnig hjá sjálfseignarstofnunum eins og Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Því þarf að breyta! Sumir sem búa í félagslegu húsnæði búa við einangrun og rannsóknir sýna að gæludýrahald getur oft orðið til að rjúfa þá einangrun og minnka einmanaleika, auk þess sem hundar og kettir gæða líf okkar gleði og auka lífsgæði. Tillaga mín bíður umsagnar frá eignarsviði Kópavogsbæjar en ég vona að hún nái í gegn og að fleiri sveitarfélög fylgi á eftir. Kristín Sævarsdóttir Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fulltrúi í Velferðarráði Kópavogs.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun