Fleiri lög sem brjóta má án afleiðinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 11:00 Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóðlegum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum. Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi framkvæmdar- og löggjafarvalds. En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni fyrir trausti í garð stjórnmálamanna. Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómarastöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi síðustu ríkisstjórn. Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta þess að vinna traust almennings með því að lögfesta almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils að setja boðorðin tuttugu.Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóðlegum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum. Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi framkvæmdar- og löggjafarvalds. En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni fyrir trausti í garð stjórnmálamanna. Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómarastöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi síðustu ríkisstjórn. Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta þess að vinna traust almennings með því að lögfesta almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils að setja boðorðin tuttugu.Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar