Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Guðbrandur Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Leigumarkaður var afar óöruggur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félagslegs húsnæðis og þrátt fyrir að leigufélög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fasteignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjölskyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga langtímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikilvægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir.Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leiguhúsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigumarkaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferðaþjónustu sem eru um 4.000. Leiguíbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteignagjöld gætu stutt við slíka þróun.Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjölskyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyrisréttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfsmenn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tímabundið er verulegur. Í þessu samhengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitarfélögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun