Mér ofbýður Kjartan Mogensen skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Mér ofbýður minnimáttarkennd og undirlægjuháttur þingmanna gagnvart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlendinga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráðabirgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Tryggingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skammar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auðmanna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vestfirðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra samfélagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og vanvirðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Mér ofbýður minnimáttarkennd og undirlægjuháttur þingmanna gagnvart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlendinga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráðabirgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Tryggingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skammar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auðmanna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vestfirðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra samfélagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og vanvirðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun