Hvað er með þetta veður? Haukur Örn Birgisson skrifar 12. júní 2018 07:00 Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Helginni varði ég á fótboltamóti fyrir 7. flokk drengja á Akranesi. Sonur minn var að keppa og var mótið frábær skemmtun í alla staði. Eini ókosturinn við helgina var veðrið en við því gátu Skagamenn svo sem lítið gert. Það rigndi stóran hluta helgarinnar og þegar ekki rigndi, þá leit út fyrir að það væri að fara að rigna. Þetta var mikið rætt hjá okkur foreldrunum á tjaldsvæðinu. Af öllum þeim skemmtilegu samtölum sem ég átti þá snerust líklega 70% um veðrið. Það verður ekki af okkur tekið – Íslendingum finnst einstaklega gaman að tjá sig um veðrið. Þegar öllu er á botninn hvolft, hugsa ég að við eyðum full miklum tíma í að tala um veðrið. Líklegast hefur þetta alltaf verið svona og ég leiði stundum hugann að því hvað við hefðum getað gert í staðinn. Allur þessi tími sem fór í að tala um veðrið, þegar við gátum verið að gera eitthvað uppbyggilegt! Hugsið ykkur allar Íslendingasögurnar sem ekki voru ritaðar vegna þess að Sæmundur fróði og Snorri Sturluson voru að spjalla um lægðir yfir landinu við hina pabbana í götunni. Öll listaverkin, tónverkin og vísindauppgötvanirnar sem aldrei komust á blað út af því að við vorum að búa til 40 mismunandi orð yfir snjókomu. Það er svakalegt að hugsa til þess, en við erum líklegast mörgum kynslóðum á eftir þeim stað sem við gætum verið á, í þroska og menningarlegu uppeldi – út af veðrinu. Umræður um veðrið eru ekki mjög uppbyggilegar en mikið svakalega geta þær verið skemmtilegar. Frasar eins og „hann var búinn að spá því að hann myndi rigna“, „hann átti að snúa sér með kvöldinu“ og „hann er að rífa þetta af sér“ eru kannski eftir allt saman sannkallaðar perlur íslenskrar tungu og menningar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar