Foreldralæsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun