Setjum hagsmuni íbúa í fyrsta sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. maí 2018 07:00 Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eftir aðeins örfáa daga verður kosið í sveitarstjórnir um land allt. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af prúðbúnum frambjóðendum, slagorðin vel útpæld og loforðin alltumlykjandi. Það taka allir þátt í þessum leik, enda skiptir máli að ná til eyrna kjósenda og boða fagnaðarerindið. Þegar keppt er um atkvæði kjósenda er vinsælt að lofa öllu fögru, lasta andstæðinginn og kasta reyksprengjum til þess eins að afvegaleiða umræðuna. Sveitarstjórnarmálin hafa líklega aldrei verið jafn þýðingarmikil og mikilvæg og nú. Fleiri verkefni og víðtækari eru nú á ábyrgð sveitarfélaga en áður og því skipta ákvarðanir sem teknar eru í sveitarstjórnum miklu máli fyrir daglegt líf fólks. Því þarf að vanda vel til verka og fulltrúar í sveitarstjórnum verða að vera meðvitaðir um þá miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Það skiptir því miklu máli að í sveitarstjórn veljist einstaklingar sem hafa skýr markmið og stefnu, þora að ráðast í breytingar, taka erfiðar ákvarðanir og klára málin. Þessir sömu sveitarstjórnarfulltrúar verða líka að geta átt í góðu samtali og samstarfi við þingið og þá fulltrúa sem þar sitja.Viðreisn ætlar að tryggja að sú brú verði byggð og notuð í báðar áttir. Þó að Viðreisn sé að bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum höfum við þegar sýnt í verki að Viðreisn er stjórnmálaafl sem lætur verkin tala. Viðreisn vill frjálslyndar, jafnréttissinnaðar og lausnamiðaðar sveitarstjórnir um land allt. Við viljum að sveitarfélögin séu vel rekin og að þjónusta við íbúa sé í fyrirrúmi. Það eru víða tækifæri til að gera mun betur. Efla þarf menntakerfið, laða hæft fólk til kennslu og tryggja dagvistunarúrræði frá því að fæðingarorlofi lýkur. Við þurfum að einfalda stjórnsýslu sveitarfélaganna og leggja stóraukna áherslu á rafræna þjónustu. Efla þarf almenningssamgöngur og greiða leið strætisvagna og einkabílsins með fjárfestingu í gatnakerfinu. Tryggja þarf ungu fólki húsnæði við hæfi, hvort heldur sem er með þéttingu byggðar eða þróun nýrra hverfa. Síðast en ekki síst má aldrei gleyma að stuðla að blómlegri og fjölbreyttri menningarstarfsemi sem auðgar andann og gerir lífið skemmtilegra. Viðreisn setur hagsmuni íbúa í fyrsta sæti en ekki sérhagsmuni flokka eða hagsmunaafla. Þetta er einfalt – að almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Þannig mun Viðreisn einnig vinna í sveitarstjórnum.Höfundar eru formaður og varaformaður Viðreisnar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar