Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna „Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
„Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvartar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh telur að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skrefið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna.„Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern fulltrúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverjum bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafnvel verða sendar úr landi. Einfaldlega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningjaráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annaðhvort aðstoða konurnar eða leiðbeina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungumál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira