Frelsi til heimsku Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. október 2018 10:00 Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Grípum niður í 19. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna: „Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós.“ Hljómar ósköp einfalt en í samfélagi sem er límt saman á lyginni eru mannréttindi orðin valkvæð og eiga ekki við um alla. Alls konar fólk, til hægri, vinstri, í miðjunni og jöðrunum gargar iðulega hátt um mannréttindi þangað til fólk sem því líkar ekki við á að njóta þeirra. Algengast er að mannréttindum sé kastað fyrir róða þegar einfeldningar og vitleysingar segja eða skrifa einhverja botnlausa rökleysu og auglýsa þannig fávisku sína og úrelt músarholusjónarmið. Væri einmitt þá ekki lag að nýta skoðana- og málfrelsi sitt, una hinum skoðanavillta að njóta þess sama og kveða hann í kútinn með heilbrigðri rökræðu? Það er ekki bannað með lögum að vera heimskur. Í raun eru það grundvallarmannréttindi að fá að vera fífl og taka af allan vafa í ræðu og riti. George Orwell sjá það ömurlega andrúm sem við lifum í fyrir og benti á að rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra er innsti kjarni frelsisins. Oscar Wilde sneri upp á fleyg orð Voltaires þegar hann sagði: „Má vera að ég sé ósammála þér en ég mun verja út í rauðan dauðann rétt þinn til þess að gera þig að fífli.“ Pæling að hafa þetta bak við eyrað næst þegar ringluð risaeðla sveiflar halanum á samfélagsmiðlum, jafnvel velta fyrir sér hvað felst í mannréttindum og skoða samfélög þar sem þau hafa verið fótum troðin. Vill eitthvert okkar í alvöru þurfa að orna sér við ylinn af brennandi bókum?
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar