Barein, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, komst í morgun í úrslit Asíumótsins í handbolta er liðið vann sigur á Sádi Arabíu, 24-22, í undanúrslitaleik.
Staðan í leikhléi var 11-11 en strákarnir hans Guðmundar komu mjög beittir til síðari hálfleiksins og fóru að byggja upp gott forskot.
Er tíu mínútur voru eftir af leiknum var Barein með fimm marka forskot, 20-15. Sádarnir sóttu að Barein á lokamínútunum en strákarnir hans Gumma náðu að halda út.
Barein mætir Katar í úrslitaleiknum en Katar valtaði yfir Suður-Kóreu snemma í morgun.
