Finna frelsið og nýja sýn á lífið í gegnum leiklistina Benedikt Bóas skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Leiklistarskólinn Opnar dyr er tíu ára um þessar mundir. Þar hafa margir stigið út fyrir þægindarammann. Opnar Dyr „Það er allt að gerast. Nýtt námskeið að byrja á morgun meira að segja,“ segir Ólöf Sverrisdóttir en hún ásamt Ólafi Guðmundssyni hefur starfrækt leiklistarskólann Opnar dyr í áratug. Skólinn er fyrir fullorðna, allt frá 17 ára aldri og upp úr. Á þessum árum hafa þau látið fjölda manns stíga út fyrir þægindahringinn sinn og segir Ólöf að það eitt sé stórt skref í átt til frelsis og óheftari tjáningar. „Þetta er fyrir alla þá sem vilja en það eru ekki margir sem hafa komið sem eru eldri en 70 ára. Þetta er skemmtilegt þegar blandast. Núna eru komnar bókanir frá einum sem er nýorðinn 17 ára og einni sem er orðinn fimmtug.“Það er mikið stuð á æfingum hjá leiklistarskólanum Opnar dyr.Leiklistarskólinn Opnar dyr eða námskeiðin á vegum skólans einbeita sér að æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og leikgleði á sama tíma og nemendur læra leik og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu. „Það er alls konar fólk að koma. Sumir sem eru á leiðinni til útlanda að læra eða vilja komast í áhugamannaleikhús en líka fólk sem er að koma og gera eitthvað skemmtilegt og hrista upp í tilverunni. Brjótast út úr hefðbundinni hegðun og stíga út fyrir þægindaramman. Þeir eru að fá mikið út úr þessum námskeiðinu því þeir finna frelsið og fá orku og sjálfstraust. Aðrir hafa skipt um atvinnu eftir þetta. Viðskiptafræðingur hætti og fór að læra jóga. Sagði að þetta hefði bjargað lífi hans. Honum fannst hann sjá aðrar hliðar á lífinu.“ Hún bendir á að þegar fólk stígur út úr þægindarammanum þá uppgötvi það nýjar hliðar á sjálfu sér. „Það er ýmislegt sem fólk segir við okkur. Við notumst við spuna til að takast á við aðstæður í lífinu. Fólk verður þá opið og tilbúið að takast á við hvað sem er.“Leikgleðin í fyrrirúmi.Hún segir að það taki ekki langan tíma að ná tökum og strax í þriðja tíma eru þau farin að sjá mikinn mun á fólki. „Þá er fólk komið á annan stað. Við erum með æfingar sem losa um hömlur og það sem er að stoppa fólk af. Það þarf að þora. Um leið og rútínan er brotin upp þá losnar um fólk.“ Byrjendanámskeiðið hefst á morgun í Listdansskólanum við Engjateig. Námskeiðið er eingöngu í sjö skipti í þetta sinn. Þau Ólafur og Ólöf eru bæði hámenntuð í leiklist og leiklistarkennslu. „Ef einhvern langar en er eitthvað feiminn eða óöruggur þá á hann auðvitað að skella sér á námskeiðið. Þetta námskeið hjálpar fólki að finna öryggi í sjálfu sér og blómstra í lífinu. Sköpunargleði og frjáls tjáning hjálpa nemendum að njóta augnabliksins og til að treysta sjálfum sér í öllum aðstæðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Það er allt að gerast. Nýtt námskeið að byrja á morgun meira að segja,“ segir Ólöf Sverrisdóttir en hún ásamt Ólafi Guðmundssyni hefur starfrækt leiklistarskólann Opnar dyr í áratug. Skólinn er fyrir fullorðna, allt frá 17 ára aldri og upp úr. Á þessum árum hafa þau látið fjölda manns stíga út fyrir þægindahringinn sinn og segir Ólöf að það eitt sé stórt skref í átt til frelsis og óheftari tjáningar. „Þetta er fyrir alla þá sem vilja en það eru ekki margir sem hafa komið sem eru eldri en 70 ára. Þetta er skemmtilegt þegar blandast. Núna eru komnar bókanir frá einum sem er nýorðinn 17 ára og einni sem er orðinn fimmtug.“Það er mikið stuð á æfingum hjá leiklistarskólanum Opnar dyr.Leiklistarskólinn Opnar dyr eða námskeiðin á vegum skólans einbeita sér að æfingum sem opna fyrir sköpunarflæði og leikgleði á sama tíma og nemendur læra leik og spunaæfingar sem nýtast þeim jafnt í leiklistinni og lífinu sjálfu. „Það er alls konar fólk að koma. Sumir sem eru á leiðinni til útlanda að læra eða vilja komast í áhugamannaleikhús en líka fólk sem er að koma og gera eitthvað skemmtilegt og hrista upp í tilverunni. Brjótast út úr hefðbundinni hegðun og stíga út fyrir þægindaramman. Þeir eru að fá mikið út úr þessum námskeiðinu því þeir finna frelsið og fá orku og sjálfstraust. Aðrir hafa skipt um atvinnu eftir þetta. Viðskiptafræðingur hætti og fór að læra jóga. Sagði að þetta hefði bjargað lífi hans. Honum fannst hann sjá aðrar hliðar á lífinu.“ Hún bendir á að þegar fólk stígur út úr þægindarammanum þá uppgötvi það nýjar hliðar á sjálfu sér. „Það er ýmislegt sem fólk segir við okkur. Við notumst við spuna til að takast á við aðstæður í lífinu. Fólk verður þá opið og tilbúið að takast á við hvað sem er.“Leikgleðin í fyrrirúmi.Hún segir að það taki ekki langan tíma að ná tökum og strax í þriðja tíma eru þau farin að sjá mikinn mun á fólki. „Þá er fólk komið á annan stað. Við erum með æfingar sem losa um hömlur og það sem er að stoppa fólk af. Það þarf að þora. Um leið og rútínan er brotin upp þá losnar um fólk.“ Byrjendanámskeiðið hefst á morgun í Listdansskólanum við Engjateig. Námskeiðið er eingöngu í sjö skipti í þetta sinn. Þau Ólafur og Ólöf eru bæði hámenntuð í leiklist og leiklistarkennslu. „Ef einhvern langar en er eitthvað feiminn eða óöruggur þá á hann auðvitað að skella sér á námskeiðið. Þetta námskeið hjálpar fólki að finna öryggi í sjálfu sér og blómstra í lífinu. Sköpunargleði og frjáls tjáning hjálpa nemendum að njóta augnabliksins og til að treysta sjálfum sér í öllum aðstæðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira