Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 19:38 Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“ Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira
Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“
Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Sjá meira