Þolendur fylgist með málunum rafrænt Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Fundurinn í Háskólanum í Reykjavík um meðferð ofbeldismála var fjölmennur. Þar sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að aðgerðaáætlun í málaflokknum yrði fjármögnuð. vísir/anton brink Skilgreina þarf betur hlutverk réttargæslumanna brotaþola í sakamálum. Þá þarf líka að gera brotaþola kleift að fylgjast með máli sínu rafrænt í réttarvörslukerfinu. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á ráðstefnu um kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í gær. Sigríður sagði að undanfarna tvo áratugi hefðu verið gerðar verulegar breytingar til batnaðar á meðferð ofbeldisbrota. „Til dæmis má nefna lög frá árinu 1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, lög frá árinu 1999 en með þeim var réttarstaða brotaþola styrkt verulega með tilkomu réttargæslumanna. Árið 2000 var nálgunarbann lögfest til verndar þeim sem verða fyrir slíkri áreitni,“ sagði Sigríður. Hún kvaðst vera þeirrar skoðunar að hægt væri að gera enn betur í réttarvörslukerfinu þegar kemur að þolendum kynferðisbrota og heimilisofbeldis. Hún benti jafnframt á að í nýjum stjórnarsáttmála hefði verið tekinn af allur vafi um að aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu yrði sett í framkvæmd og fjármögnuð að fullu. „Ég tel afar brýnt að stytta málsmeðferðartímann og setja kynferðisbrot í forgang í réttarvörslukerfinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar tekið mjög góð skref í þá átt og lagt sérstaka áherslu á heimilisofbeldisbrot í sínum störfum með góðum árangri,“ sagði Sigríður. Skilgreina þurfi betur hlutverk réttargæslumanna þannig að þjónusta þeirra við brotaþola sé þeim til gagns. „Ég hef einnig talað fyrir rafrænu réttarvörslukerfi, í það minnsta einhverjum þáttum þess,“ sagði Sigríður og benti á að vinna við þetta væri þegar hafin. „Ég tel til dæmis augljóst hagræði að því fyrir alla aðila að brotaþoli geti fylgst með máli sínu rafrænt í réttarvörslukerfinu. Á það hefur verið bent að það geti sparað tíma og takmarkað það hugarangur sem meðferð málsins óhjákvæmilega veldur brotaþola,“ sagði hún.Mikilvægt að kæra brotin strax til lögreglu„Kynferðisbrot eru þau afbrot sem eru sjaldnast kærð. Það er staðreynd,“ sagði Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við HR, á ráðstefnunni. Hún kynnti rannsókn sem hún hefur gert á öllum dómum Hæstaréttar Íslands, þar sem ákært er fyrir kynferðisbrot gagnvart þolanda sem er barn. Niðurstöður hennar sýna að 64 prósent brotamála, þar sem sakfelling næst, eru kærð til lögreglu innan sólarhrings eftir að brotið á sér stað og 76 prósent brotanna eru kærð innan tveggja sólarhringa. „Sem segir okkur það að langflest þeirra brota þar sem sakfellt er fyrir nauðgun berast lögreglu hratt og örugglega,“ sagði Svala og bætti við að 88 prósent væru komin til lögreglu innan tveggja vikna. Jón H.B. Snorrason saksóknari sagði að mat dómara á trúverðugleika frásagnar kæranda gæti ráðist af því hvenær kært er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Skilgreina þarf betur hlutverk réttargæslumanna brotaþola í sakamálum. Þá þarf líka að gera brotaþola kleift að fylgjast með máli sínu rafrænt í réttarvörslukerfinu. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á ráðstefnu um kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í gær. Sigríður sagði að undanfarna tvo áratugi hefðu verið gerðar verulegar breytingar til batnaðar á meðferð ofbeldisbrota. „Til dæmis má nefna lög frá árinu 1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, lög frá árinu 1999 en með þeim var réttarstaða brotaþola styrkt verulega með tilkomu réttargæslumanna. Árið 2000 var nálgunarbann lögfest til verndar þeim sem verða fyrir slíkri áreitni,“ sagði Sigríður. Hún kvaðst vera þeirrar skoðunar að hægt væri að gera enn betur í réttarvörslukerfinu þegar kemur að þolendum kynferðisbrota og heimilisofbeldis. Hún benti jafnframt á að í nýjum stjórnarsáttmála hefði verið tekinn af allur vafi um að aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu yrði sett í framkvæmd og fjármögnuð að fullu. „Ég tel afar brýnt að stytta málsmeðferðartímann og setja kynferðisbrot í forgang í réttarvörslukerfinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur reyndar tekið mjög góð skref í þá átt og lagt sérstaka áherslu á heimilisofbeldisbrot í sínum störfum með góðum árangri,“ sagði Sigríður. Skilgreina þurfi betur hlutverk réttargæslumanna þannig að þjónusta þeirra við brotaþola sé þeim til gagns. „Ég hef einnig talað fyrir rafrænu réttarvörslukerfi, í það minnsta einhverjum þáttum þess,“ sagði Sigríður og benti á að vinna við þetta væri þegar hafin. „Ég tel til dæmis augljóst hagræði að því fyrir alla aðila að brotaþoli geti fylgst með máli sínu rafrænt í réttarvörslukerfinu. Á það hefur verið bent að það geti sparað tíma og takmarkað það hugarangur sem meðferð málsins óhjákvæmilega veldur brotaþola,“ sagði hún.Mikilvægt að kæra brotin strax til lögreglu„Kynferðisbrot eru þau afbrot sem eru sjaldnast kærð. Það er staðreynd,“ sagði Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við HR, á ráðstefnunni. Hún kynnti rannsókn sem hún hefur gert á öllum dómum Hæstaréttar Íslands, þar sem ákært er fyrir kynferðisbrot gagnvart þolanda sem er barn. Niðurstöður hennar sýna að 64 prósent brotamála, þar sem sakfelling næst, eru kærð til lögreglu innan sólarhrings eftir að brotið á sér stað og 76 prósent brotanna eru kærð innan tveggja sólarhringa. „Sem segir okkur það að langflest þeirra brota þar sem sakfellt er fyrir nauðgun berast lögreglu hratt og örugglega,“ sagði Svala og bætti við að 88 prósent væru komin til lögreglu innan tveggja vikna. Jón H.B. Snorrason saksóknari sagði að mat dómara á trúverðugleika frásagnar kæranda gæti ráðist af því hvenær kært er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent