Fyrrverandi samkennarar segja aðför gerða að skólastjóra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur, Gyðu Kristmanndóttur og Ingibjörgu Maríu Aadnegard misbýður niðurrifstal um Breiðholtsskóla. Vísir/Eyþór „Okkur fyrrverandi starfsmönnum Breiðholtsskóla er misboðið að lesa í blöðum grimmar árásir á gott skólastarf á fyrrverandi vinnustað okkar,“ segja þrjár konur sem allar eru fyrrverandi starfsmenn við Breiðholtsskóla.Í Fréttablaðinu 29. janúar gagnrýndi Silja Andradóttir, móðir stúlku sem hætti í 9. bekk í Breiðholtsskóla í haust, óstöðugleika í skólastarfinu. Þótt kennararnir séu frábærir þá stoppi þeir stutt við í starfi. „Þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ sagði Silja. Skólastjórinn hefur fengið á sig harða gagnrýni. Þær Gyða Kristmannsdóttir, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Ingibjörg María Aadnegard segjast vilja koma Breiðholtsskóla og Jónínu Ágústsdóttur skólastjóra til varnar. Gyða var deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í afleysingum, Siggerður kenndi á miðstigi og Ingibjörg var sérkennari í Breiðholtsskóla.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa„Við hörmum aðför að skólastjóra, sú aðför hefur áhrif á skólabraginn. Jákvæður skólabragur skiptir öllu máli,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg í sameiginlegri yfirlýsingu til Fréttablaðsins. „Þegar stjórnendur og kennarar upplifa slíkt varnarleysi og að þeim er vegið á grimman hátt í dagblöðum landsmanna, stundum með rökleysu, jafnvel röngum ályktunum, bogna flestir. Til að bjarga eigin heilsu og annarra þá er því miður staðreynd að margir hverfa til annarra starfa. Það er meðal annars ástæða fyrir brottför okkar úr Breiðholtsskóla,“ segja konurnar þrjár. Þær undirstrika að það sem byggi gott skólasamfélag sé nemendur, kennarar, foreldrar og annað starfsfólk með samvinnu, traust og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Nærsamfélagið sé einnig hluti af samstarfinu. Byggðin í neðra Breiðholtinu sé eins og lítill kjarni sem umvefji skólasamfélagið.Ekki skólastjóri einn sem veldur „Í þessu skólasamfélagi mætti þó ríkja meiri samstarfsvilji og eining, meðan svo er ekki verða hlutirnir snúnir. Er ekki tímabært að það fólk sem rakkað hefur niður og skaðað þannig skólastarfið líti í eigin barm? Hætti nú og geri sér grein fyrir að það er ekki skólastjóri einn sem byggir skólastarfið. Í tíð núverandi skólastjóra hefur verið lyft grettistaki í að bæta aðbúnað nemenda og kennara,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg. „Er ekki tímabært að stoppa og veita kennurum og stjórnendum vinnufrið, þetta eru góðir fagmenn og hafa verið að gera góða hluti,“ segja þær. Þeirra upplifun sé sú að í Breiðholtsskóla sé unnið að faglegum metnaði barnanna, þar séu góðir námsmenn og glæsileg ungmenni sem njóti fjölbreytts skólastarfs. „Talið saman af virðingu og metnaði fyrir hönd skólans og um skólann því það á skólinn sannarlega skilið, nemendur og allt það starfsfólk sem þar starfar. Kveikjum því á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Okkur fyrrverandi starfsmönnum Breiðholtsskóla er misboðið að lesa í blöðum grimmar árásir á gott skólastarf á fyrrverandi vinnustað okkar,“ segja þrjár konur sem allar eru fyrrverandi starfsmenn við Breiðholtsskóla.Í Fréttablaðinu 29. janúar gagnrýndi Silja Andradóttir, móðir stúlku sem hætti í 9. bekk í Breiðholtsskóla í haust, óstöðugleika í skólastarfinu. Þótt kennararnir séu frábærir þá stoppi þeir stutt við í starfi. „Þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ sagði Silja. Skólastjórinn hefur fengið á sig harða gagnrýni. Þær Gyða Kristmannsdóttir, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir og Ingibjörg María Aadnegard segjast vilja koma Breiðholtsskóla og Jónínu Ágústsdóttur skólastjóra til varnar. Gyða var deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri í afleysingum, Siggerður kenndi á miðstigi og Ingibjörg var sérkennari í Breiðholtsskóla.Sjá einnig: Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa„Við hörmum aðför að skólastjóra, sú aðför hefur áhrif á skólabraginn. Jákvæður skólabragur skiptir öllu máli,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg í sameiginlegri yfirlýsingu til Fréttablaðsins. „Þegar stjórnendur og kennarar upplifa slíkt varnarleysi og að þeim er vegið á grimman hátt í dagblöðum landsmanna, stundum með rökleysu, jafnvel röngum ályktunum, bogna flestir. Til að bjarga eigin heilsu og annarra þá er því miður staðreynd að margir hverfa til annarra starfa. Það er meðal annars ástæða fyrir brottför okkar úr Breiðholtsskóla,“ segja konurnar þrjár. Þær undirstrika að það sem byggi gott skólasamfélag sé nemendur, kennarar, foreldrar og annað starfsfólk með samvinnu, traust og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi. Nærsamfélagið sé einnig hluti af samstarfinu. Byggðin í neðra Breiðholtinu sé eins og lítill kjarni sem umvefji skólasamfélagið.Ekki skólastjóri einn sem veldur „Í þessu skólasamfélagi mætti þó ríkja meiri samstarfsvilji og eining, meðan svo er ekki verða hlutirnir snúnir. Er ekki tímabært að það fólk sem rakkað hefur niður og skaðað þannig skólastarfið líti í eigin barm? Hætti nú og geri sér grein fyrir að það er ekki skólastjóri einn sem byggir skólastarfið. Í tíð núverandi skólastjóra hefur verið lyft grettistaki í að bæta aðbúnað nemenda og kennara,“ segja Gyða, Siggerður og Ingibjörg. „Er ekki tímabært að stoppa og veita kennurum og stjórnendum vinnufrið, þetta eru góðir fagmenn og hafa verið að gera góða hluti,“ segja þær. Þeirra upplifun sé sú að í Breiðholtsskóla sé unnið að faglegum metnaði barnanna, þar séu góðir námsmenn og glæsileg ungmenni sem njóti fjölbreytts skólastarfs. „Talið saman af virðingu og metnaði fyrir hönd skólans og um skólann því það á skólinn sannarlega skilið, nemendur og allt það starfsfólk sem þar starfar. Kveikjum því á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Foreldrar eru óánægðir með tíðar uppsagnir kennara og óstöðugleika sem þær skapa meðal nemenda í Breiðholtsskóla. Dæmi eru um að nemendur fái nýjan umsjónarkennara árlega. 29. janúar 2018 06:00