Kettir með kaffinu og hundar í Strætó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum. Spói var einn fyrsti ferfætti ferþegi Strætó en hann fékk far með vagni frá Hamraborg að heimili sínu í Kópavogi. Eigandinn segir ferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir að Spói hafi verið örlítið óöruggur enda óvanur ferðamátanum. „En hann mun örugglega venjast fljótt af því að ég mun örugglega nota þetta heilmikið," segir Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga. „Mér finnst þægilegt að geta fengið far með strætó niður í bæ og geta síðan tekið vagninn frá einhverjum öðrum stað heim." Hún segir Spóa hafa hlotið góðar viðtökur í Strætó. „Áðan var ung stúlka sem var voða glöð og spurði hvort hún mætti taka mynd af okkur." Heimildin fyrir gæludýr í Strætó var einungis veitt til eins árs og verða þau að ferðast utan álagstíma. Dýrin mega ekki vera í strætó á milli klukkan sjö og níu á morgnana og frá þrjú til sex síðdegis. Jórunn telur þessar takmarkanir óþarfar. „Ég þarf að hafa fyrra fallið á mér ef ég ætla í bæinn svo ég sé örugglega búin að skila mér heim áður en útivistartímanum lýkur," segir Jórunn glettin. Jórunn Sörensen, fyrrverandi formaður Sambands dýraverndunarfélaga.Þá var fleira um að vera í dýraheiminum í dag þar sem Kattakaffihús var opnað í Bergstaðastræti. Í október voru gerðar breytingar á reglugerð um hollustuhætti þegar hundar og kettir voru boðnir velkomnir á veitingastaði. Að sögn eigenda varð draumurinn um kattakaffihús þar með nærtækari. Á Kattakaffihúsinu verða alltaf þrír heimilislausir kettir frá samtökunum Villiköttum sem gestir geta tekið að sér. „Hugmyndin er að þú getir komið og kynnst kisunum og í kjölfarið gætuð til dæmis þú og Fabio orðið sambýlingar," segir Ragnheiður Birgisdóttir, annar eigenda, og bendir á svarta köttinn Fabio sem er einn af núverandi íbúum kaffihússins. „Kettir eru líka mjög róandi. Þannig ef þig langar í kaffibolla og klappar kisu aðeins í leiðinni er mjög líklegt að þér líði betur yfir daginn," segir Gígja Björnsson, meðeigandi. Það var fjölmennt í dag og voru gestir hæstánægðir. „Ég er bara ótrúlega ánægð með þetta og ótrúlega spennt," segir Sandra Zak, gestur á kaffihúsinu. Er þetta góð viðbót í kaffihúsaflóruna? „Já alveg pottþétt og kettirnir eru bara líka svo ótrúlega krúttlegir," segir Sandra.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira