Hagsmunir hluthafa í öndvegi Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af afsögn tveggja stjórnarmanna í VÍS í síðustu viku komu flestum á óvart. Frá því stjórnin var skipuð á aðalfundi í mars árið 2017 höfðu stjórnarmenn náð vel saman og verið samstíga í stefnumarkandi ákvörðunum. Samhliða hefur félagið náð góðum árangri og allar lykiltölur í rekstrinum hafa þróast á jákvæðan hátt. Þann 1. júní síðastliðinn ákvað ég að stíga tímabundið til hliðar sem stjórnarformaður félagsins, vegna rannsóknar á viðskiptum með eignarhluti í Skeljungi og olíufélaginu Magn í Færeyjum. Upphaflega stóð til að Valdimar Svavarsson yrði kjörinn nýr formaður stjórnar, en að tillögu Helgu Hlínar Hákonardóttur var ákveðið að hún, sem varaformaður félagsins, tæki tímabundið að sér verkefni formanns. Enginn var kjörinn varaformaður í hennar stað, enda var öllum ljóst að ráðstöfunin væri til bráðabirgða, þar til framgangur ofangreindrar rannsóknar yrði ljós. Nú virðist ljóst að rannsóknin muni dragast á langinn og því var óhjákvæmilegt að stjórn VÍS skipti formlega og varanlega með sér verkum. Slík skylda hvílir á öllum stjórnum og ef ekki er einhugur um verkaskiptingu er lýðræðisleg niðurstaða fengin með kosningu. Að öllu jöfnu eru særindi sem kunna að skapast við þær aðstæður lögð til hliðar, stjórnarmenn taka höndum saman og setja hagsmuni hluthafa í öndvegi. Á undanförnum vikum hafa ýmsir hagaðilar VÍS hvatt mig til að taka aftur við stjórnarformennskunni. Að vel athuguðu máli taldi ég það ótímabært og því lagði meirihluti stjórnar til að Valdimar Svavarsson yrði stjórnarformaður og Helga Hlín áfram varaformaður. Því hafnaði hún, þótti að sér vegið og hótaði afsögn ef það yrði niðurstaðan. Það sama gerði Jón Sigurðsson. Hótanirnar komu á óvart, enda hafði samstarfið í stjórninni verið gott og rík áhersla verið lögð á góða stjórnarhætti. Tilraunir til að fá sitt fram með hótunum um afsögn rúmast ekki innan góðra stjórnarhátta og því bjóst ég við að allir stjórnarmenn myndu sætta sig við niðurstöðuna úr lýðræðislegu kjöri. Raunin varð önnur. Það er eftirsjá að Helgu Hlín og Jóni, en félagið býr að öflugum varamönnum sem taka nú sæti í stjórninni og fylla skarðið sem þau skilja eftir sig. Ég er sannfærð um að stjórnin muni áfram vinna markvisst að hagsmunum félagsins, en ekki láta aðra hagsmuni eða stolt ráða för. Stjórnin er samstíga í að styrkja grunnstoðirnar í rekstrinum, gera tryggingareksturinn sjálfbæran, bæta þjónustuna við viðskiptavini og fjárfesta skynsamlega. Níu mánaða uppgjör félagsins, sem kynnt var í síðustu viku, sýnir svart á hvítu þann árangur sem náðst hefur í grunnrekstrinum. Tólf mánaða samsett hlutfall hefur verið undir 100 prósentum síðan í byrjun árs 2017 sem er viðsnúningur frá árunum tveimur þar á undan þegar tólf mánaða samsetta hlutfallið var yfir 100 prósentum. Við höfum lagt á það áherslu að í vel reknu tryggingafélagi verði tryggingareksturinn að standa undir sér. Það verður áfram grundvallarmarkmið og árangurinn það sem af er ári gefur góð fyrirheit um næstu misseri. Við njótum mikils stuðnings hluthafa á þeirri vegferð, en furðu mikillar fyrirstöðu frá aðilum sem engra hagsmuna eiga að gæta hjá félaginu. Kannski er það til marks um að við séum á réttri leið.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar