Meiri kvíði Magnús Guðmundsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það var hreint út sagt ömurlegt að fylgjast með þeim skrípaleik sem samræmdu prófin í 9. bekk voru í síðustu viku. Eftir langan og strangan undirbúningstíma nemenda, með meðfylgjandi misvísandi skilaboðum um það hvort þessi próf skiptu máli eða ekki, máttu þeir þola ítrekaðar kerfisbilanir og aflýsingar. Slíkt starfsumhverfi er auðvitað ekki leggjandi á nokkra manneskju, hvað þá þegar búið er að varpa fram þeim möguleika að árangurinn geti haft sitt að segja um menntunarmöguleika og framtíð viðkomandi. Því hlýtur að fylgja kvíði að læra, meiri í dag en í gær. Það raunalegasta af öllu er þó að árum saman hefur staðið styr um þessi próf, réttmæti þeirra, mikilvægi og framkvæmd. Um það vitna ábendingar fjölda reyndra kennara á þessu stigi. Á meðal þess sem hefur á stundum átt að réttlæta mikilvægi samræmdu prófanna er að gera yfirvöldum menntamála það kleift að meta gæði eða árangur skólanna hverju sinni. Að það sé eðlilegt að leggja þetta á nemendur, svona tölfræðinnar vegna, svo embættismenn geti vegið og metið alls konar tölur og gröf. Til þess hljóta að vera betri leiðir. Í þessu samhengi er samt ágætt að hafa í huga að þarna er aðeins prófað í þremur fögum; íslensku, stærðfræði og ensku, en gamla góða danskan er fyrir löngu komin út af sakramentinu. En ef við horfum á þetta með augum krakkanna þá eru skilaboðin til þeirra væntanlega þau að þetta sé það sem skiptir mestu máli. Þessi þrjú fög séu lykillinn að því að komast inn í framhaldsskólann sem hugur þeirra stendur til og að færni í þeim sé það sem samfélagið vill að þau leggi á vogarskálarnar svo það sé hægt að vega þau og meta. Að þau standi sig vel þarna sé forsendan fyrir því að þau fari áfram þá leið sem hugur þeirra stendur til en hin verði að finna sér eitthvað annað að gera. Eitthvað sem skiptir samfélagið augljóslega minna máli, eins og til að mynda hvers konar skapandi greinar, handverksgreinar og fjölmargt fleira sem nútímasamfélag hefur í raun brýna þörf fyrir. Þetta er nota bene sama samfélag og botnar ekkert í því hvers vegna fleiri sækja ekki og ljúka verknámi. Því miður virðist þetta vera nokkuð lýsandi fyrir íslenska menntakerfið í heild sinni þar sem vinstri höndin virðist, oftar en ekki, ekki hafa hugmynd um það sem sú hægri er að gera og öfugt. Tímarnir hafa breyst en menntakerfið setið eftir og velt því fyrir sér hvernig sé best að kanna þekkingu allra í 9. bekk í íslensku, stærðfræði og ensku. Kannski er samræmingarinnar ekkert endilega þörf í því að vega og meta blessaða nemendurna og fylla þá af kvíða um að framtíð þeirra sé að veði, heldur að skapa heildstæðara og betra menntakerfi. Menntakerfi þar sem hæfileikar nemenda eru lagðir að jöfnu og metnir að verðleikum. Þar sem hver og einn nemandi er hvattur áfram á forsendum hæfileika sinna og öllum þeim dásamlegu og ólíku hæfileikum sem búa í þessu unga fólki er hampað til jafns.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun