
Líf mitt er ekki tryggt
Þegar ég fór að segja fólki frá þessu, til að útskýra fjarveru frá skóla og annað, voru viðbrögðin misjöfn. Sumir sýndu þessu skilning en aðrir, í ímyndaðri gæsku sinni fóru að segja mér frá fólki sem hefði þennan sjúkdóm og það væri bara “á féló” og þeirra líf væri ömurlegt. Sumir þeirra buðu mér upp á heimasaumaðar kraftaverkalausnir, nýtt mataræði og að ég þyrfti bara að slaka á. Í langflestum skilaboðunum leyndist sá boðskapur, þetta er þér að kenna, þú ert bara ekki nógu dugleg að harka af þér, þú ert að gera eitthvað vitlaust.
Á þessum tíma var sjálfsmyndin í molum. Ég fékk lyf sem hjálpuðu en þetta sat eftir í mér og magnaðist í hausnum á mér. Minn eigin heili snerist gegn mér og fór að segja þetta sjálfur, allt sem fólk hafði sagt við mig og gott betur. Það vill enginn vera eins og þú, þú átt aldrei eftir að ná árangri, þú ert óheilbrigð, af hverju ertu svona og þar fram eftir götunum. Það er ekki fyrr en fyrir stuttu að ég leyfði mér að vera reglulega reið yfir öllum þessum röngu skilaboðum sem ég fékk og ég hætti að taka þau inn á mig og leyfði kollinum ekki að taka þátt í þessu lengur.
Ég byrjaði að sættast við þessa nýju greiningu sem ég ég hafði fengið, að vera bipolar. Að það sé nú að eilífu stimplað á mig þegar kerfið, stóri bróðir, þarf að ákveða hvað ég er. Ég var búin að sætta mig við þetta ástand, lífið væri stundum í erfiðari kantinum en það gæti líka verið fallegra en orð fá nokkurn tímann lýst. Svo kemur að því að ég tek þau skref að kaupa mér bíl og íbúð, íbúðina með hjálp foreldra því án þeirra hefði það ekki verið hægt. En því fylgir mikil ábyrg og það er annað sem fylgir. Tryggingar.
Ég hafði samband við tryggingafyrirtækið sem hafði tryggt mína fjölskyldu um árabil, tryggingafyrirtæki sem hafði reynst okkur vel. Ég fæ þær upplýsingar að ég þurfi bílatryggingu, innbústryggingu og til þeir lækki tryggingarnar þarf ég að fá mér eina eða tvær tryggingar enn. Það blasti auðvitað við að taka líf- og sjúkdómatryggingu. Mér fannst það skynsamlegt þar sem alltaf getur eitthvað komið fyrir og það myndi lækka heildartryggingar umtalsvert.
Ég fer í útibúið og sæki um. Blasir þá við mér spurningalisti. Ert þú með einhvern sjúkdóm? Ég svara því hreinskilnislega, já. Því það er ekki hjá því komist að hvert sem þú leitar í mína sjúkrasögu er þessi stimpill. Fyrst ég svara já koma alls konar auka spurningar, hversu mikið þetta hafi áhrif, hafi ég verið lögð inn, hafi ég misst úr vinnu vegna veikinda osfrv. Ég svara því enn og aftur mjög hreinskilnislega að það hafi komið fyrir að ég hafi misst úr vinnu vegna andlegra veikinda en það sé bara dagur og dagur. Enn koma fleiri spurningar sem eiga að ákveða hversu slæm ég er. Draga upp slæma reynslu sem ég verð gjörusvovel að setja niður á pappír. Sem ég geri.
Við hliðina á mér er maður sem hafði greinilega orðið fyrir tjóni en talaði litla íslensku og litla ensku og fær pent nei við hverju sem hann segir. Nei og afsakið ég skil þig ekki. Síðan skila ég pappírunum, pínu niðurbrotin að hafa þurft að bera sál mína á einhvern pappír á tryggingastofnun. Dagar líða og ég fæ reikninga fyrir tryggingum. Síðan fæ ég símtal um að þeir þurfi að hafa samband við heilsugæsluna mína og svo muni koma niðurstaða. Ég fann það strax á mér að sú niðurstaða yrði mér ekki hliðholl en ákvað samt að vera bjartsýn. Þeir gætu ekki farið að hafna mér á þeim grundvelli að einhverjum prósentum væri líklegra að ég þyrfti á þessari tryggingu að halda en aðrir.
Nei, var á endanum svarið. Ég var miður mín. Af hverju fæ ég ekki líf- og sjúkdómatryggingu? Svarið er að ég þyki í of miklum áhættuhóp til að taka mitt eigið líf eða brotna svo gjörsamlega að ég geti ekki unnið. Hvaða skilaboð sendir það mér? Jú að ég sé eitthvað biluð. Óæskileg. Óheilbrigð. Eins og ef þeir myndu ekki tryggja einhvern ákveðna bílategund af því tölfræðilega lendi þær oftar í slysum. Sem væri algjör vitleysa því hver sem er getur lent í slysi. Ég var bálreið og sár, rétt eins og fjölskylda mín sem ekki grunaði að mér yrði mismunað svona af því ég er með greiningu. Greiningu sem á, undir eðlilegum kringumstæðum, að hjálpa mér að fá rétta þjónustu.
Svo fór ég að grennslast meira fyrir um þessi tryggingamál og það er ekki bara bipolar fólk sem ekki fær tryggingu. Þeir tryggja þig ekki ef búinn að fara í meðferð við fíkn, eitthvað sem er eitt skynsamlegasta skrefið sem þú getur tekið ef þú glímir við fíkn. Það er þá allt í lagi að tryggja virka alka, sem auðvitað eiga líka að fá tryggingu, en ekki þá sem hafa verið svo sterkir að þeir fóru í meðferð og jafnvel snerta ekki fíkniefni eftir það.
Erum við þá bara einhver olnbogabörn af því við leituðum okkur hjálpar? Af því við ákváðum að leggja traust okkar á heilbrigðiskerfið og þau úrræði sem eru í boði. Er þetta bara í lagi?
Í dag þegar tryggingafyrirtæki hringja og lofa mér gull og græna skóga og ég segi þeim að ég sé með geðsjúkdóm er svarið fljótt að koma: Ó afsakið ónæðið, bless bless. Ég hvet alla til að koma með sína sögu undir myllumerkinu #lífmitterekkitryggt
Ég vil ekki skilja fjölskyldu og jafnvel komandi niðja mína eftir með ekkert ef ég hverf frá fyrir aldur fram. Eða ef svo illa skyldi verða að ég fengi krabbamein eða slíkt, þá er ég hreinlega ekki tryggð fyrir því. Árið er 2018 og þessi mismunun er ekki í boði.
Skoðun

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar