Líf mitt er ekki tryggt Birna Kristín Ásbjörnsdóttir skrifar 17. apríl 2018 10:34 Árið 2015 greinist ég með geðhvarfasýki. Mig hafði alltaf grunað að þetta væri það sem væri að og það var að vissu leyti ákveðinn léttir að loksins vita af hverju ég upplifði svona slæma daga, óeðlilega hraðar hugsanir, undarlegar tilfinningar, geðhæðir og gífurlega vanlíðan á köflum. En léttirinn sem ég fann innra með mér átti ekki eftir að endast. Þegar ég fór að segja fólki frá þessu, til að útskýra fjarveru frá skóla og annað, voru viðbrögðin misjöfn. Sumir sýndu þessu skilning en aðrir, í ímyndaðri gæsku sinni fóru að segja mér frá fólki sem hefði þennan sjúkdóm og það væri bara “á féló” og þeirra líf væri ömurlegt. Sumir þeirra buðu mér upp á heimasaumaðar kraftaverkalausnir, nýtt mataræði og að ég þyrfti bara að slaka á. Í langflestum skilaboðunum leyndist sá boðskapur, þetta er þér að kenna, þú ert bara ekki nógu dugleg að harka af þér, þú ert að gera eitthvað vitlaust. Á þessum tíma var sjálfsmyndin í molum. Ég fékk lyf sem hjálpuðu en þetta sat eftir í mér og magnaðist í hausnum á mér. Minn eigin heili snerist gegn mér og fór að segja þetta sjálfur, allt sem fólk hafði sagt við mig og gott betur. Það vill enginn vera eins og þú, þú átt aldrei eftir að ná árangri, þú ert óheilbrigð, af hverju ertu svona og þar fram eftir götunum. Það er ekki fyrr en fyrir stuttu að ég leyfði mér að vera reglulega reið yfir öllum þessum röngu skilaboðum sem ég fékk og ég hætti að taka þau inn á mig og leyfði kollinum ekki að taka þátt í þessu lengur. Ég byrjaði að sættast við þessa nýju greiningu sem ég ég hafði fengið, að vera bipolar. Að það sé nú að eilífu stimplað á mig þegar kerfið, stóri bróðir, þarf að ákveða hvað ég er. Ég var búin að sætta mig við þetta ástand, lífið væri stundum í erfiðari kantinum en það gæti líka verið fallegra en orð fá nokkurn tímann lýst. Svo kemur að því að ég tek þau skref að kaupa mér bíl og íbúð, íbúðina með hjálp foreldra því án þeirra hefði það ekki verið hægt. En því fylgir mikil ábyrg og það er annað sem fylgir. Tryggingar. Ég hafði samband við tryggingafyrirtækið sem hafði tryggt mína fjölskyldu um árabil, tryggingafyrirtæki sem hafði reynst okkur vel. Ég fæ þær upplýsingar að ég þurfi bílatryggingu, innbústryggingu og til þeir lækki tryggingarnar þarf ég að fá mér eina eða tvær tryggingar enn. Það blasti auðvitað við að taka líf- og sjúkdómatryggingu. Mér fannst það skynsamlegt þar sem alltaf getur eitthvað komið fyrir og það myndi lækka heildartryggingar umtalsvert. Ég fer í útibúið og sæki um. Blasir þá við mér spurningalisti. Ert þú með einhvern sjúkdóm? Ég svara því hreinskilnislega, já. Því það er ekki hjá því komist að hvert sem þú leitar í mína sjúkrasögu er þessi stimpill. Fyrst ég svara já koma alls konar auka spurningar, hversu mikið þetta hafi áhrif, hafi ég verið lögð inn, hafi ég misst úr vinnu vegna veikinda osfrv. Ég svara því enn og aftur mjög hreinskilnislega að það hafi komið fyrir að ég hafi misst úr vinnu vegna andlegra veikinda en það sé bara dagur og dagur. Enn koma fleiri spurningar sem eiga að ákveða hversu slæm ég er. Draga upp slæma reynslu sem ég verð gjörusvovel að setja niður á pappír. Sem ég geri. Við hliðina á mér er maður sem hafði greinilega orðið fyrir tjóni en talaði litla íslensku og litla ensku og fær pent nei við hverju sem hann segir. Nei og afsakið ég skil þig ekki. Síðan skila ég pappírunum, pínu niðurbrotin að hafa þurft að bera sál mína á einhvern pappír á tryggingastofnun. Dagar líða og ég fæ reikninga fyrir tryggingum. Síðan fæ ég símtal um að þeir þurfi að hafa samband við heilsugæsluna mína og svo muni koma niðurstaða. Ég fann það strax á mér að sú niðurstaða yrði mér ekki hliðholl en ákvað samt að vera bjartsýn. Þeir gætu ekki farið að hafna mér á þeim grundvelli að einhverjum prósentum væri líklegra að ég þyrfti á þessari tryggingu að halda en aðrir. Nei, var á endanum svarið. Ég var miður mín. Af hverju fæ ég ekki líf- og sjúkdómatryggingu? Svarið er að ég þyki í of miklum áhættuhóp til að taka mitt eigið líf eða brotna svo gjörsamlega að ég geti ekki unnið. Hvaða skilaboð sendir það mér? Jú að ég sé eitthvað biluð. Óæskileg. Óheilbrigð. Eins og ef þeir myndu ekki tryggja einhvern ákveðna bílategund af því tölfræðilega lendi þær oftar í slysum. Sem væri algjör vitleysa því hver sem er getur lent í slysi. Ég var bálreið og sár, rétt eins og fjölskylda mín sem ekki grunaði að mér yrði mismunað svona af því ég er með greiningu. Greiningu sem á, undir eðlilegum kringumstæðum, að hjálpa mér að fá rétta þjónustu. Svo fór ég að grennslast meira fyrir um þessi tryggingamál og það er ekki bara bipolar fólk sem ekki fær tryggingu. Þeir tryggja þig ekki ef búinn að fara í meðferð við fíkn, eitthvað sem er eitt skynsamlegasta skrefið sem þú getur tekið ef þú glímir við fíkn. Það er þá allt í lagi að tryggja virka alka, sem auðvitað eiga líka að fá tryggingu, en ekki þá sem hafa verið svo sterkir að þeir fóru í meðferð og jafnvel snerta ekki fíkniefni eftir það. Erum við þá bara einhver olnbogabörn af því við leituðum okkur hjálpar? Af því við ákváðum að leggja traust okkar á heilbrigðiskerfið og þau úrræði sem eru í boði. Er þetta bara í lagi? Í dag þegar tryggingafyrirtæki hringja og lofa mér gull og græna skóga og ég segi þeim að ég sé með geðsjúkdóm er svarið fljótt að koma: Ó afsakið ónæðið, bless bless. Ég hvet alla til að koma með sína sögu undir myllumerkinu #lífmitterekkitryggt Ég vil ekki skilja fjölskyldu og jafnvel komandi niðja mína eftir með ekkert ef ég hverf frá fyrir aldur fram. Eða ef svo illa skyldi verða að ég fengi krabbamein eða slíkt, þá er ég hreinlega ekki tryggð fyrir því. Árið er 2018 og þessi mismunun er ekki í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2015 greinist ég með geðhvarfasýki. Mig hafði alltaf grunað að þetta væri það sem væri að og það var að vissu leyti ákveðinn léttir að loksins vita af hverju ég upplifði svona slæma daga, óeðlilega hraðar hugsanir, undarlegar tilfinningar, geðhæðir og gífurlega vanlíðan á köflum. En léttirinn sem ég fann innra með mér átti ekki eftir að endast. Þegar ég fór að segja fólki frá þessu, til að útskýra fjarveru frá skóla og annað, voru viðbrögðin misjöfn. Sumir sýndu þessu skilning en aðrir, í ímyndaðri gæsku sinni fóru að segja mér frá fólki sem hefði þennan sjúkdóm og það væri bara “á féló” og þeirra líf væri ömurlegt. Sumir þeirra buðu mér upp á heimasaumaðar kraftaverkalausnir, nýtt mataræði og að ég þyrfti bara að slaka á. Í langflestum skilaboðunum leyndist sá boðskapur, þetta er þér að kenna, þú ert bara ekki nógu dugleg að harka af þér, þú ert að gera eitthvað vitlaust. Á þessum tíma var sjálfsmyndin í molum. Ég fékk lyf sem hjálpuðu en þetta sat eftir í mér og magnaðist í hausnum á mér. Minn eigin heili snerist gegn mér og fór að segja þetta sjálfur, allt sem fólk hafði sagt við mig og gott betur. Það vill enginn vera eins og þú, þú átt aldrei eftir að ná árangri, þú ert óheilbrigð, af hverju ertu svona og þar fram eftir götunum. Það er ekki fyrr en fyrir stuttu að ég leyfði mér að vera reglulega reið yfir öllum þessum röngu skilaboðum sem ég fékk og ég hætti að taka þau inn á mig og leyfði kollinum ekki að taka þátt í þessu lengur. Ég byrjaði að sættast við þessa nýju greiningu sem ég ég hafði fengið, að vera bipolar. Að það sé nú að eilífu stimplað á mig þegar kerfið, stóri bróðir, þarf að ákveða hvað ég er. Ég var búin að sætta mig við þetta ástand, lífið væri stundum í erfiðari kantinum en það gæti líka verið fallegra en orð fá nokkurn tímann lýst. Svo kemur að því að ég tek þau skref að kaupa mér bíl og íbúð, íbúðina með hjálp foreldra því án þeirra hefði það ekki verið hægt. En því fylgir mikil ábyrg og það er annað sem fylgir. Tryggingar. Ég hafði samband við tryggingafyrirtækið sem hafði tryggt mína fjölskyldu um árabil, tryggingafyrirtæki sem hafði reynst okkur vel. Ég fæ þær upplýsingar að ég þurfi bílatryggingu, innbústryggingu og til þeir lækki tryggingarnar þarf ég að fá mér eina eða tvær tryggingar enn. Það blasti auðvitað við að taka líf- og sjúkdómatryggingu. Mér fannst það skynsamlegt þar sem alltaf getur eitthvað komið fyrir og það myndi lækka heildartryggingar umtalsvert. Ég fer í útibúið og sæki um. Blasir þá við mér spurningalisti. Ert þú með einhvern sjúkdóm? Ég svara því hreinskilnislega, já. Því það er ekki hjá því komist að hvert sem þú leitar í mína sjúkrasögu er þessi stimpill. Fyrst ég svara já koma alls konar auka spurningar, hversu mikið þetta hafi áhrif, hafi ég verið lögð inn, hafi ég misst úr vinnu vegna veikinda osfrv. Ég svara því enn og aftur mjög hreinskilnislega að það hafi komið fyrir að ég hafi misst úr vinnu vegna andlegra veikinda en það sé bara dagur og dagur. Enn koma fleiri spurningar sem eiga að ákveða hversu slæm ég er. Draga upp slæma reynslu sem ég verð gjörusvovel að setja niður á pappír. Sem ég geri. Við hliðina á mér er maður sem hafði greinilega orðið fyrir tjóni en talaði litla íslensku og litla ensku og fær pent nei við hverju sem hann segir. Nei og afsakið ég skil þig ekki. Síðan skila ég pappírunum, pínu niðurbrotin að hafa þurft að bera sál mína á einhvern pappír á tryggingastofnun. Dagar líða og ég fæ reikninga fyrir tryggingum. Síðan fæ ég símtal um að þeir þurfi að hafa samband við heilsugæsluna mína og svo muni koma niðurstaða. Ég fann það strax á mér að sú niðurstaða yrði mér ekki hliðholl en ákvað samt að vera bjartsýn. Þeir gætu ekki farið að hafna mér á þeim grundvelli að einhverjum prósentum væri líklegra að ég þyrfti á þessari tryggingu að halda en aðrir. Nei, var á endanum svarið. Ég var miður mín. Af hverju fæ ég ekki líf- og sjúkdómatryggingu? Svarið er að ég þyki í of miklum áhættuhóp til að taka mitt eigið líf eða brotna svo gjörsamlega að ég geti ekki unnið. Hvaða skilaboð sendir það mér? Jú að ég sé eitthvað biluð. Óæskileg. Óheilbrigð. Eins og ef þeir myndu ekki tryggja einhvern ákveðna bílategund af því tölfræðilega lendi þær oftar í slysum. Sem væri algjör vitleysa því hver sem er getur lent í slysi. Ég var bálreið og sár, rétt eins og fjölskylda mín sem ekki grunaði að mér yrði mismunað svona af því ég er með greiningu. Greiningu sem á, undir eðlilegum kringumstæðum, að hjálpa mér að fá rétta þjónustu. Svo fór ég að grennslast meira fyrir um þessi tryggingamál og það er ekki bara bipolar fólk sem ekki fær tryggingu. Þeir tryggja þig ekki ef búinn að fara í meðferð við fíkn, eitthvað sem er eitt skynsamlegasta skrefið sem þú getur tekið ef þú glímir við fíkn. Það er þá allt í lagi að tryggja virka alka, sem auðvitað eiga líka að fá tryggingu, en ekki þá sem hafa verið svo sterkir að þeir fóru í meðferð og jafnvel snerta ekki fíkniefni eftir það. Erum við þá bara einhver olnbogabörn af því við leituðum okkur hjálpar? Af því við ákváðum að leggja traust okkar á heilbrigðiskerfið og þau úrræði sem eru í boði. Er þetta bara í lagi? Í dag þegar tryggingafyrirtæki hringja og lofa mér gull og græna skóga og ég segi þeim að ég sé með geðsjúkdóm er svarið fljótt að koma: Ó afsakið ónæðið, bless bless. Ég hvet alla til að koma með sína sögu undir myllumerkinu #lífmitterekkitryggt Ég vil ekki skilja fjölskyldu og jafnvel komandi niðja mína eftir með ekkert ef ég hverf frá fyrir aldur fram. Eða ef svo illa skyldi verða að ég fengi krabbamein eða slíkt, þá er ég hreinlega ekki tryggð fyrir því. Árið er 2018 og þessi mismunun er ekki í boði.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar