Á misjöfnu þrífast börnin best Guðrún Vilmundardóttir skrifar 27. desember 2018 08:00 Daginn er tekið að lengja, ég óska okkur öllum til hamingju með það. Fjörugustu mánuðirnir í bókaútgáfunni eru að baki og tími til að hvílast og stilla strengi sína upp á nýtt. Starf mitt felst að stórum hluta í því að lesa handrit og bækur en það er langt síðan ég komst að því að besta hvíldin frá lestri er hreint ekki að lesa ekki neitt, heldur einmitt að lesa eitthvað allt annað en maður er vanur að lesa. Enga hvíld vissi ég betri frá námsbókunum en að lesa skáldsögur. Það er ekkert jafn dásamlegt og að gleyma sér í góðri bók sem hittir mann í hjartastað. Ég hef aldrei hikað að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Hef ekki verið af þeim skóla að það þurfi endilega að klára bók sem byrjað er á. Ekki frekar en maður þurfi endilega að eiga, um aldur og ævi, bækur sem manni áskotnast. En í friðsældinni yfir hátíðarnar ákvað ég að gera tilraun. Ég hef lokið við hverja einustu bók sem ég hef tekið upp. Þær eru orðnar nokkrar og einhverjar hefði ég lagt frá mér væri ég ekki yfirlýst tilraunadýr. En ég verð satt að segja að mæla með þessu. Það er eitthvað hressandi við það að sogast ekki endilega inn heldur standa á hliðarlínunni, og viti menn, það er alltaf eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart og veitir nýja innsýn. Þetta er nú mín jólakveðja og nýuppgötvað ráð til hvíldar og gleði. Óska gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Daginn er tekið að lengja, ég óska okkur öllum til hamingju með það. Fjörugustu mánuðirnir í bókaútgáfunni eru að baki og tími til að hvílast og stilla strengi sína upp á nýtt. Starf mitt felst að stórum hluta í því að lesa handrit og bækur en það er langt síðan ég komst að því að besta hvíldin frá lestri er hreint ekki að lesa ekki neitt, heldur einmitt að lesa eitthvað allt annað en maður er vanur að lesa. Enga hvíld vissi ég betri frá námsbókunum en að lesa skáldsögur. Það er ekkert jafn dásamlegt og að gleyma sér í góðri bók sem hittir mann í hjartastað. Ég hef aldrei hikað að leggja frá mér bækur sem heilla mig ekki. Hef ekki verið af þeim skóla að það þurfi endilega að klára bók sem byrjað er á. Ekki frekar en maður þurfi endilega að eiga, um aldur og ævi, bækur sem manni áskotnast. En í friðsældinni yfir hátíðarnar ákvað ég að gera tilraun. Ég hef lokið við hverja einustu bók sem ég hef tekið upp. Þær eru orðnar nokkrar og einhverjar hefði ég lagt frá mér væri ég ekki yfirlýst tilraunadýr. En ég verð satt að segja að mæla með þessu. Það er eitthvað hressandi við það að sogast ekki endilega inn heldur standa á hliðarlínunni, og viti menn, það er alltaf eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart og veitir nýja innsýn. Þetta er nú mín jólakveðja og nýuppgötvað ráð til hvíldar og gleði. Óska gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar