Vinnum saman gegn fíknivandanum Vörður Leví Traustason skrifar 28. desember 2018 08:00 Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ár er síðan greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra benti á að aðgangur að sterkum fíkniefnum væri að aukast og myndi kosta fjölda manns lífið. Á sama tíma berast fréttir af því að 20% háskólanema hafi notað örvandi lyf sem hafi verið ávísað á einhvern annan. Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir að efla þau meðferðarúrræði sem fólki með fíknivanda býðst hér á landi. Frá því að fyrstu skjólstæðingarnir komu í meðferð Samhjálpar í bílskúr á Sogaveginum fyrir 45 árum hafa tugþúsundir einstaklinga fengið hjálp og stuðning frá samtökunum til að takast á við fíknivanda sinn. Í tillögum sem starfshópur heilbrigðisráðherra skilaði árið 2016 var meðal annars lagt til að fjölgað yrði afeitrunarplássum á sjúkrahúsum, tryggð fjölbreyttari meðferðarúrræði fyrir ólíka hópa og að settar yrðu lágmarkskröfur um gæði og innihald meðferðar, framvindu og árangur. Þá yrði tillit tekið til einstaklingsmiðaðrar meðferðar, kyns og aldurs, komið á samráðsvettvangi og rannsóknir og forvarnastarf eflt. Við viljum gera okkar til að þetta geti orðið að raunveruleika. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja byggingu á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti sem rúmar fjölnotasal, aðstöðu fyrir lækni og hjúkrunarfræðinga og eldhús í fallegri náttúru Mosfellsdalsins og verður það vígt 31. janúar nk. Húsið tengir saman eldri byggingar sem hýsa herbergi heimilismanna. Geta 30 einstaklingar, 10 konur og 20 karlar, verið í meðferð hverju sinni að lokinni afeitrun á sjúkrahúsi. Draumurinn er að fjölga meðferðarrýmum upp í 40 og efla og bæta þjónustuna með aukinni fjölbreytni í meðferðarúrræðum þ.m.t. þjónustu félagsráðgjafa og sálfræðinga í góðu samstarfi við aðra sem sinna einstaklingum sem glíma við fíkn, áföll og geðræna sjúkdóma. Samhjálp rekur einnig eftirmeðferðarheimili þar sem um 55 einstaklingar geta búið í um tvö ár og verið í áframhaldandi meðferð. Þá er Kaffistofa Samhjálpar rekin í Borgartúni 1 þar sem opið er alla daga ársins og um 67.000 máltíðir eru gefnar á ári. Tökum höndum saman gegn þeirri miklu vá sem fíkn er í samfélagi okkar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun