Fyrsta heilbrigðisstefnan? Ingimar Einarsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur á vegum velferðarráðuneytisins verið unnið að mótun heilbrigðisstefnu. Í þeirri vinnu hefur heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ásamt starfsliði sínu haft leiðandi forystu. Hefur jafnvel mátt skilja að hér væri í mótun fyrsta heilbrigðisstefna landsins. Þegar litið er nokkra áratugi til baka má ljóst vera að stefnumótun í heilbrigðismálum hefur verið meðal helstu viðfangsefna heilbrigðisyfirvalda um langt skeið.Þingsályktun Þann 19. mars 1991 samþykkti Alþingi þingsályktun um Íslenska heilbrigðisáætlun. Samkvæmt henni ályktaði Alþingi að stefna í heilbrigðismálum á Íslandi fram til ársins 2000 skyldi taka mið af heilbrigðisáætlun þeirri sem sett var fram í 32 liðum og hafði það meginmarkmið að bæta heilsufar þjóðarinnar. Efnismikil drög að þingsályktun voru í undirbúningi og meðhöndlun ráðuneytis og þings á níunda áratugnum og fram í byrjun þess tíunda.Greining og markmið Á árinu 1992 var lokið við tvær skýrslur á sviði stefnumótunar á heilbrigðissviði. Í fyrsta lagi var um að ræða ritið „Heilbrigð þjóð – Forvarnir og heilsustefna til aldamóta árið 2000. Greining einstakra viðfangsefna og setning markmiða.“ Og í öðru lagi landsáætlun sem var ætlað að verða framkvæmdaáætlun á landsvísu um forvarnir og heilsueflingu vegna langvinnra sjúkdóma og slysa. Hrafn V. Friðriksson læknir tók saman umræddar skýrslur. Í ársbyrjun 1996 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, nefnd til að gera tillögur um hvernig væri unnt að standa að forgangsröðun í heilbrigðismálum hér á landi. Nefndin skilaði tillögum sínum á árinu 1998 og náðist víðtæk samstaða meðal nefndarmanna um alla meiriháttar stefnumörkun, áætlunargerð og setningu markmiða í heilbrigðismálum. Tillögurnar urðu síðar hluti af heilbrigðisáætlun til 2010.Heilbrigðisáætlanir Á sama tíma var unnið að gerð heilbrigðisáætlunar fyrir tímabilið frá árinu 2000 til 2010. Sú heilbrigðisáætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001, markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru innleidd mælanleg markmið. Á gildistíma áætlunarinnar var þannig auðveldara en áður að fylgjast með framvindu mála og meta í lokin árangurinn af framkvæmdinni. Á þessum áratug hafa verið gerðar nokkrar tilraunir í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og skyldi hún leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Sú viðleitni hefur enn engan árangur borið. Tillaga sem borin var fram á löggjafarþinginu 2012-2013 fékkst ekki afgreidd. Haustið 2016 var svo kynnt tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2022 en hún var aldrei lögð fram á Alþingi. Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lögð áhersla á að ríkisstjórnin muni fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir Ísland. Mótuð verði markmið og leiðir í samvinnu við fagstéttir og Embætti landlæknis. Heilsugæslan verði efld sem fyrsti viðkomustaður notenda, svo nefnd séu nokkur dæmi. Nú liggja fyrir fyrstu drög að stefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 og hafa þau þegar verið send út til umsagnar. Athygli vekur hversu höfundar tillögunnar virðast hafa sneitt fram hjá eða lítið þekkt til þeirrar stefnumótunar og áætlanagerðar sem unnin hefur verið á liðnum áratugum. Orsakirnar liggja ef til vill í því að ekki hefur tekist að flytja þekkingararfinn milli kynslóðanna og stefnumótunin hefur ekki fengið það vægi í störfum viðkomandi ráðuneytis sem nauðsynlegt er.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun