Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár, kom að kynningu skýrslunnar í gær. Fréttablaðið/GVA Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11
Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00