Rafmagn á Vestfjörðum: Væru allir sáttir við rafmagnsleysi í flestum mánuðum ársins? Jónas Þór Birgisson skrifar 19. desember 2018 13:52 Mikið hefur verið rætt og ritað um Hvalárvirkjun og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Við Vestfirðingar búum við aðstæður í raforkumálum sem fæstir landsmenn geta skilið af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa aldrei kynnst þeim af eigin raun. Það getur hvar sem er þurft að taka rafmagn af tímabundið, og þá oftast utan dagvinnutíma, til að sinna viðgerðum. Rafstrengur getur lika hvar sem er farið í sundur vegna framkvæmda, þótt óheppilegt sé. Slíkt eðlilegt rafmagnsleysi er ekki til umræðu í þessum skrifum. Yfir vetrarmánuðina líður einfaldlega ekki sá mánuður sem við Vestfirðingar verðum ekki rafmagnslaus í lengri eða skemmri tíma og í raun gerist það flesta mánuði ársins. Eftir að olíuknúna varaaflstöðin í Bolungarvík kom til sögunnar þá varir þetta ástand yfirleitt bara í nokkrar mínútur í hvert skipti í þéttbýlinu en oft mun lengur til sveita. Þessar nokkrar mínútur hljóma ekki sem langur tími en þær hafa mikil áhrif á atvinnulífið. Sjálfur starfa ég í lyfjaverslun og þar tekur í kringum 20 mínútur að koma afgreiðslukerfum í gang eftir að rafmagni hefur verið komið á aftur. Á meðan getur engin afgreiðsla, hvorki á lyfjum né öðru, farið fram. Þegar um er að ræða fyrirtæki í framleiðslu þá má gera ráð fyrir að það taki a.m.k. klukkutíma að koma kerfum í fullan gang á ný. Í viðtali við forstjóra Landsnets í þættinum Sprengisandi kom fram að einn af lykilþáttum fjórðu iðnbyltingarinnar er sjálfvirkni en algjör forsenda fyrir því er afhendingaröryggi raforku. 1) Annað lykilatriði í því sambandi er að tryggja nægilegt skammhlaupsafl sem er afar lágt í raforkukerfi Vestfjarða en ekki verður ráðin bót á því án þess að ný virkjun á komi til á svæðinu. 2), 3) Ég hef enga trú á að nokkur Íslendingur telji þetta bara alveg nógu gott fyrir okkur Vestfirðinga og vilji þar með m.a. dæma okkur úr leik í fjórðu iðnbyltingunni.Skiptir engu máli að brenna 345.000 lítrum af olíu á ári? Það varð svo sannarlega bylting þegar varaaflstöðin í Bolungarvík kom til sögunnar því eftir það varir rafmagnsleysið eins og áður segir yfirleitt bara í nokkrar mínútur í þéttbýlinu. Það hlýtur samt að vera eitthvað rangt við að það framleiða rafmagn með olíubrennslu í landi sem státar af endurnýjanlegri orku. Samkvæmt skriflegum svörum frá starfsfólki Landsnets, sem rekur varaaflstöðina í Bolungarvík, og starfsfólki Orkubús Vestfjarða, sem rekur aðrar varaaflstöðvar á Vestfjörðum, þá hefur olíubrennsla til orkuframleiðslu á Vestfjörðum að meðaltali numið 345.000 lítrum á ári frá því að varaaflstöðin í Bolungarvík var tekin í notkun. Getur einhver kallað sig umhverfissinna og verið hæstánægður með þetta?Eigum við 18 milljarða á lausu? Samkvæmt forstjóra Landsnets áformar fyrirtækið að ráðast í hringtengingu á milli byggðarlaga á Vestfjörðum sem bæta mun afhendingaröryggið verulega en áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er í kringum 3 milljarðar. 1) Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir, sem án Hvalárvirkjunar yrðu að greiðast beint úr ríkissjóði þar sem Landsnet fengi engar nýjar tekjur í tengslum við þær, þá standa samt ennþá eftir óleyst tvö mjög stór vandamál. Vestfirðingar yrðu áfram háðir orkuflutningi inn á svæðið um Vesturlínu frá Hrútatungu og áfram verður erfitt að bæta við starfsemi sem notar umtalsverða orku (hér er alls ekki átt við stóriðju eða neina starfsemi af slíkri stærðargráðu) nema að fá meiri framleiðslu inn á svæðið vegna hins lága skammhlaupsafls í raforkukerfi Vestfjarða. 1), 2) Hvalárvirkjun myndi skapa miklar flutningstekjur inn í kerfið ef hún yrði að veruleika og létta þar með uppbyggingu flutningskerfisins á Vestfjörðum og gera það sjálfbærara en ella. Vissulega væri hægt að tvöfalda Vesturlínuna frá Hrútatungu til Mjólkár til að auka öryggið en talið er að kostnaður við þá framkvæmd væri í kringum 15 milljarðar sem líka yrði að greiða úr ríkissjóði þar sem hún hefði engar nýjar tekjur í för með sér fyrir Landsnet. Þá má ekki gleyma því að sú lausn að leggja aðra línu á sama veðursvæði leysir aðeins takmarkaðan hluta vandans því nýja línan væri auðvitað útsett fyrir sömu óveðrum og gamla línan og myndi því væntanlega oftar en ekki slá út í sömu óveðrum og þar með engu breyta í þeim tilfellum. Tilkoma virkjunarinnar tæki hins vegar út 2/3 af Vesturlínu sem gerir það að verkum að truflanir á þeim hluta hafa ekki lengur áhrif á Vestfirðinga. Þar eru kaflar sem eru bilanagjarnir og hafa leitt til straumleysis. Virkjunin myndi gera þessa 15 milljarða framkvæmd óþarfa og það auki skapa viðbótaartekjur fyrir Landsnet sem gætu staðið undir kostnaði við áðurnefnda hringtengingu. 1) Samhliða virkjanaframkvæmdunum með tengipunkt á Nauteyri þarf svo sannarlega líka að tryggja að Landsnet nýti hinar auknu tekjur til að hringtengja Vestfirði frá Nauteyri og norður til Ísafjarðar og í Mjólkárvirkjun enda er það lykilatriði í að auka afhendingaröryggið.Eigum við að leggja fleiri loftlínur? Ef fólk setur ekki fyrir sig að greiða fyrir nýja Vesturlínu úr ríkissjóði þá eru hins vegar tæknileg atriði sem þarf að hafa í huga. Hið mikla launafl jarðstrengja gerir í raun í besta falli illmögulegt og mjög kostnaðarsamt, ef ekki ómögulegt, að leggja svona langa strengi í jörðu. Eina leiðin til að ráða bót á því eru frekari virkjanir á Vestfjörðum eins og t.d. Hvalárvirkjun nema fólk vilji nýjar loftlínur. Getur einhver kallað sig umhverfissinna og verið hæstánægður með nýja háspennustrengi í lofti þegar hægt væri að leggja þá í jörðu? Þessi kostnaðarsama framkvæmd myndi svo í engu bæta úr hinu lága skammhlaupsafli sem áður hefur verið nefnt. 1), 3), 5)Viljum við ekki orkuskipti á Vestfjörðum? 31. maí 2017 samþykkti Alþingi Íslendinga þingsályktun um stóraukna notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi. Þessi áætlun gengur undir heitinu Aðgerðaráætlun um orkuskipti. 4) Í dag er aðeins um helmingur þess rafmagns sem notað er á Vestfjörðum framleitt þar. Verði fólksfjölgun á Vestfjörðum samhliða áðurnefndum orkuskiptum þá er fyrirsjáanlegt að öll orkan sem sem framleidd verður í Hvalárvirkjun mun verða nýtt á Vestfjörðum. Þótt fólk vilji enga nýja atvinnustarfsemi á Vestfjörðum og þar með enga fólksfjölgun þá dugar það samt ekki til að koma í veg fyrir aukna orkuþörf nema fólk vilji ekki heldur að orkuskiptin eigi sér stað þar. Getur einhver kallað sig umhverfissinna og ekki verðið hlynntur orkuskiptum?Þess vegna er ég hlynntur Hvalárvirkjun Ég er hlynntur Hvalárvirkjun þótt vissulega muni hún hafa áhrif á umhverfið eins og öll önnur mannanna verk vegna þess að: Ég er ekki sáttur við rafmagnsleysi í flestum mánuðum ársins Ég er ekki sáttur við að brenna 345.000 lítrum af olíu á ári að óþörfu Ég tel að ríkissjóður eigi ekki 18 milljarða á lausu sem ekki má nýta í þarfari verk Ég vil ekki leggja fleiri loftlínur en nauðsynlega þarf Ég vil orkuskipti á öllu landinu Ég vil að íbúar á öllum svæðum landsins geti tekið þátt í fjórðu iðnbyltingunni Ég tel að það sem sé gott fyrir Vestfirði sé gott fyrir Ísland og öfugt Og síðast en ekki síst þá vil ég að Vestfirðir eigi möguleika á að dafna á ný en verði ekki dæmdir til að verða annars flokks samfélagHöfundur er lyfsali, stundakennari og umhverfissinni. Heimildir 1) https://www.visir.is/k/clp643322) https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2207599/3) https://www.skipulag.is/media/umhverfismat/Kerfisaaetlun-Landsnets-2015-2024.pdf4) https://www.althingi.is/altext/146/s/1002.html5) https://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/536/Vi%C3%B0auki%206%20-%20Jar%C3%B0strengir%20og%20loftl%C3%ADnur.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um Hvalárvirkjun og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Við Vestfirðingar búum við aðstæður í raforkumálum sem fæstir landsmenn geta skilið af þeirri einföldu ástæðu að þeir hafa aldrei kynnst þeim af eigin raun. Það getur hvar sem er þurft að taka rafmagn af tímabundið, og þá oftast utan dagvinnutíma, til að sinna viðgerðum. Rafstrengur getur lika hvar sem er farið í sundur vegna framkvæmda, þótt óheppilegt sé. Slíkt eðlilegt rafmagnsleysi er ekki til umræðu í þessum skrifum. Yfir vetrarmánuðina líður einfaldlega ekki sá mánuður sem við Vestfirðingar verðum ekki rafmagnslaus í lengri eða skemmri tíma og í raun gerist það flesta mánuði ársins. Eftir að olíuknúna varaaflstöðin í Bolungarvík kom til sögunnar þá varir þetta ástand yfirleitt bara í nokkrar mínútur í hvert skipti í þéttbýlinu en oft mun lengur til sveita. Þessar nokkrar mínútur hljóma ekki sem langur tími en þær hafa mikil áhrif á atvinnulífið. Sjálfur starfa ég í lyfjaverslun og þar tekur í kringum 20 mínútur að koma afgreiðslukerfum í gang eftir að rafmagni hefur verið komið á aftur. Á meðan getur engin afgreiðsla, hvorki á lyfjum né öðru, farið fram. Þegar um er að ræða fyrirtæki í framleiðslu þá má gera ráð fyrir að það taki a.m.k. klukkutíma að koma kerfum í fullan gang á ný. Í viðtali við forstjóra Landsnets í þættinum Sprengisandi kom fram að einn af lykilþáttum fjórðu iðnbyltingarinnar er sjálfvirkni en algjör forsenda fyrir því er afhendingaröryggi raforku. 1) Annað lykilatriði í því sambandi er að tryggja nægilegt skammhlaupsafl sem er afar lágt í raforkukerfi Vestfjarða en ekki verður ráðin bót á því án þess að ný virkjun á komi til á svæðinu. 2), 3) Ég hef enga trú á að nokkur Íslendingur telji þetta bara alveg nógu gott fyrir okkur Vestfirðinga og vilji þar með m.a. dæma okkur úr leik í fjórðu iðnbyltingunni.Skiptir engu máli að brenna 345.000 lítrum af olíu á ári? Það varð svo sannarlega bylting þegar varaaflstöðin í Bolungarvík kom til sögunnar því eftir það varir rafmagnsleysið eins og áður segir yfirleitt bara í nokkrar mínútur í þéttbýlinu. Það hlýtur samt að vera eitthvað rangt við að það framleiða rafmagn með olíubrennslu í landi sem státar af endurnýjanlegri orku. Samkvæmt skriflegum svörum frá starfsfólki Landsnets, sem rekur varaaflstöðina í Bolungarvík, og starfsfólki Orkubús Vestfjarða, sem rekur aðrar varaaflstöðvar á Vestfjörðum, þá hefur olíubrennsla til orkuframleiðslu á Vestfjörðum að meðaltali numið 345.000 lítrum á ári frá því að varaaflstöðin í Bolungarvík var tekin í notkun. Getur einhver kallað sig umhverfissinna og verið hæstánægður með þetta?Eigum við 18 milljarða á lausu? Samkvæmt forstjóra Landsnets áformar fyrirtækið að ráðast í hringtengingu á milli byggðarlaga á Vestfjörðum sem bæta mun afhendingaröryggið verulega en áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er í kringum 3 milljarðar. 1) Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir, sem án Hvalárvirkjunar yrðu að greiðast beint úr ríkissjóði þar sem Landsnet fengi engar nýjar tekjur í tengslum við þær, þá standa samt ennþá eftir óleyst tvö mjög stór vandamál. Vestfirðingar yrðu áfram háðir orkuflutningi inn á svæðið um Vesturlínu frá Hrútatungu og áfram verður erfitt að bæta við starfsemi sem notar umtalsverða orku (hér er alls ekki átt við stóriðju eða neina starfsemi af slíkri stærðargráðu) nema að fá meiri framleiðslu inn á svæðið vegna hins lága skammhlaupsafls í raforkukerfi Vestfjarða. 1), 2) Hvalárvirkjun myndi skapa miklar flutningstekjur inn í kerfið ef hún yrði að veruleika og létta þar með uppbyggingu flutningskerfisins á Vestfjörðum og gera það sjálfbærara en ella. Vissulega væri hægt að tvöfalda Vesturlínuna frá Hrútatungu til Mjólkár til að auka öryggið en talið er að kostnaður við þá framkvæmd væri í kringum 15 milljarðar sem líka yrði að greiða úr ríkissjóði þar sem hún hefði engar nýjar tekjur í för með sér fyrir Landsnet. Þá má ekki gleyma því að sú lausn að leggja aðra línu á sama veðursvæði leysir aðeins takmarkaðan hluta vandans því nýja línan væri auðvitað útsett fyrir sömu óveðrum og gamla línan og myndi því væntanlega oftar en ekki slá út í sömu óveðrum og þar með engu breyta í þeim tilfellum. Tilkoma virkjunarinnar tæki hins vegar út 2/3 af Vesturlínu sem gerir það að verkum að truflanir á þeim hluta hafa ekki lengur áhrif á Vestfirðinga. Þar eru kaflar sem eru bilanagjarnir og hafa leitt til straumleysis. Virkjunin myndi gera þessa 15 milljarða framkvæmd óþarfa og það auki skapa viðbótaartekjur fyrir Landsnet sem gætu staðið undir kostnaði við áðurnefnda hringtengingu. 1) Samhliða virkjanaframkvæmdunum með tengipunkt á Nauteyri þarf svo sannarlega líka að tryggja að Landsnet nýti hinar auknu tekjur til að hringtengja Vestfirði frá Nauteyri og norður til Ísafjarðar og í Mjólkárvirkjun enda er það lykilatriði í að auka afhendingaröryggið.Eigum við að leggja fleiri loftlínur? Ef fólk setur ekki fyrir sig að greiða fyrir nýja Vesturlínu úr ríkissjóði þá eru hins vegar tæknileg atriði sem þarf að hafa í huga. Hið mikla launafl jarðstrengja gerir í raun í besta falli illmögulegt og mjög kostnaðarsamt, ef ekki ómögulegt, að leggja svona langa strengi í jörðu. Eina leiðin til að ráða bót á því eru frekari virkjanir á Vestfjörðum eins og t.d. Hvalárvirkjun nema fólk vilji nýjar loftlínur. Getur einhver kallað sig umhverfissinna og verið hæstánægður með nýja háspennustrengi í lofti þegar hægt væri að leggja þá í jörðu? Þessi kostnaðarsama framkvæmd myndi svo í engu bæta úr hinu lága skammhlaupsafli sem áður hefur verið nefnt. 1), 3), 5)Viljum við ekki orkuskipti á Vestfjörðum? 31. maí 2017 samþykkti Alþingi Íslendinga þingsályktun um stóraukna notkun innlendra endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum á landi og í haftengdri starfsemi. Þessi áætlun gengur undir heitinu Aðgerðaráætlun um orkuskipti. 4) Í dag er aðeins um helmingur þess rafmagns sem notað er á Vestfjörðum framleitt þar. Verði fólksfjölgun á Vestfjörðum samhliða áðurnefndum orkuskiptum þá er fyrirsjáanlegt að öll orkan sem sem framleidd verður í Hvalárvirkjun mun verða nýtt á Vestfjörðum. Þótt fólk vilji enga nýja atvinnustarfsemi á Vestfjörðum og þar með enga fólksfjölgun þá dugar það samt ekki til að koma í veg fyrir aukna orkuþörf nema fólk vilji ekki heldur að orkuskiptin eigi sér stað þar. Getur einhver kallað sig umhverfissinna og ekki verðið hlynntur orkuskiptum?Þess vegna er ég hlynntur Hvalárvirkjun Ég er hlynntur Hvalárvirkjun þótt vissulega muni hún hafa áhrif á umhverfið eins og öll önnur mannanna verk vegna þess að: Ég er ekki sáttur við rafmagnsleysi í flestum mánuðum ársins Ég er ekki sáttur við að brenna 345.000 lítrum af olíu á ári að óþörfu Ég tel að ríkissjóður eigi ekki 18 milljarða á lausu sem ekki má nýta í þarfari verk Ég vil ekki leggja fleiri loftlínur en nauðsynlega þarf Ég vil orkuskipti á öllu landinu Ég vil að íbúar á öllum svæðum landsins geti tekið þátt í fjórðu iðnbyltingunni Ég tel að það sem sé gott fyrir Vestfirði sé gott fyrir Ísland og öfugt Og síðast en ekki síst þá vil ég að Vestfirðir eigi möguleika á að dafna á ný en verði ekki dæmdir til að verða annars flokks samfélagHöfundur er lyfsali, stundakennari og umhverfissinni. Heimildir 1) https://www.visir.is/k/clp643322) https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2207599/3) https://www.skipulag.is/media/umhverfismat/Kerfisaaetlun-Landsnets-2015-2024.pdf4) https://www.althingi.is/altext/146/s/1002.html5) https://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/536/Vi%C3%B0auki%206%20-%20Jar%C3%B0strengir%20og%20loftl%C3%ADnur.pdf
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun