Leikjavísir

CCP hættir framleiðslu Project Nova í bili

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilkynningunni segir að eftir hafa metið leikinn var ákveðið að hann stæðist ekki væntingar í sínu núverandi mynd.
Í tilkynningunni segir að eftir hafa metið leikinn var ákveðið að hann stæðist ekki væntingar í sínu núverandi mynd. Fréttablaðið/Eyþór

Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtæksins íslenska, CCP, hafa ákveðið að hætta framleiðslu skotleiksins Project Nova í bili. Til stóð að leyfa almennum spilurum að prófa grófa útgáfu af leiknum en hætt hefur verið við það og í tilkynningu frá CCP segir að framleiðendur leiksins muni snúa sér aftur að teikniborðinu og endurskoða kjarna leiksins.

Í tilkynningunni segir að eftir hafa metið leikinn var ákveðið að hann stæðist ekki væntingar í sínu núverandi mynd.

Project Nova er eins og áður segir skotleikur og átti hann að gerast í söguheimi EVE Online.

Hér má sjá stiklu sem birt var í október.

„Þróun Project Nova mun halda áfram og við erum enn staðráðin í því að færa aðdáendum EVE Online hágæða skotleik sem byggir á samvinnu og kanna ný tækifæri til að fella leikina tvo saman. CPP liggur ekki á að gefa Project Nova út þar til við erum sannfærð um að leikurinn skilar góðri spilun, upplifun og grafík,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá spilun leiksins frá EVE-hátíðinni í Vegas í október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.