Siðferðisvottun gæti breytt starfsmenningunni á Íslandi Guðmundur G. Hauksson skrifar 6. desember 2018 07:00 Umræðuhefð Íslendinga í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana getur oft verið harkaleg og samskiptin óhefluð. Oft er meira gert af því að „fara í manninn“ í stað þess að fara í „boltann“ og umræðan getur þá orðið persónuleg og ekki lausnamiðuð. Einelti er því miður eitthvað sem er að finna í flestum fyrirtækjum og stofnunum. Einelti er oft erfitt að uppræta og það getur því miður þrifist undir yfirborðinu og jafnvel þannig að bara gerandi og þolandi vita af því. Þolandi veit ekki hvernig á að taka á eineltinu og þetta gæti jafnvel verið yfirmaður hans, sem hefur í hendi sér að segja viðkomandi upp starfi. Hvernig virkar þetta? Þöglir fundir og fólk horfist ekki í augu! Umræða er ekki tekin um lausnir og verkefni eru kláruð seint og illa vegna þess að fólk er að vernda sig eða láta aðra líta illa út. Oft er kynjamisrétti vandamál og eru ljóskubrandarar frægt dæmi þar sem í umræðu er lítið gert úr reynslu fólks vegna kyns. Tvíræðir brandarar geta slökkt á fólki þannig að það þorir ekki að tjá sig af ótta við viðbrögð annarra. Samskiptavandamál geta drepið niður alla framkvæmdasemi og stoppað af allt frumkvæði. Hversu oft hefur þú ekki sagt „Ef ekki væri fyrir fólkið, þá mundi ég elska þessa vinnu.“ Hversu miklum fjármunum er þitt fyrirtæki eða stofnun að eyða vegna svona samskiptavandamála? Engum líkar vel við samskiptavandamál. Margir geta tekist á við þau, en fáum líkar að gera það. Flestir koma sér hjá því að takast á við svona hluti. Hugsaðu aðeins um það hvað mikið sé um samskiptavandamál á þínum vinnustað. Samskiptavandamál og einelti er slæmt fyrir alla, starfsfólkið, rekstraraðila, viðskiptavini og er mjög stór neikvæður efnahagslegur þáttur fyrir samfélagið í heild. Í raun eru samskiptavandamál og einelti eitt af stærstu vandamálunum í íslensku samfélagi sem snerta árlega samkvæmt rannsóknum allt að 7.800 manns. Allt að 60% þessara aðila finna ekki aðra lausn en að hætta störfum eða allt að 4.000 manns á ári. Þetta getur aukið starfsmannakostnað að meðaltali um allt að 30 til 50% hjá fyrirtækjum og stofnunum.Siðferðissáttmáli Hvernig er hægt að taka eftir þessu? Ein af leiðunum gæti verið að starfsfólk setti saman siðferðissáttmála fyrir sinn vinnustað. Vinna ákveðið grunnplagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar séu þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum sameiginlega að séu lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn. Markmiðið væri að leggja grunn að umhverfi þar sem allir geti tjáð sig án þess að verða fyrir áreitni og lagður er grunnur að samstarfi, virðingu, sköpun og virkni. Sidferdi.is er sjálfsprottið umhverfi frá aðilum sem vilja stuðla að bættu siðferði í samfélaginu. Eitt af fyrstu verkefnum sem tekist verður á við, er að taka umræðu um þann möguleika að setja lágmarksviðmið um siðferði sem víðast um samfélagið. Byrja á að leggja grunn að einhvers konar lágmarkssiðferði í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og taka síðan kerfisbundið önnur umhverfi í samfélaginu og gera hið sama. Til lengri tíma litið gætum við stefnt á að vera með svokallaða „SIÐFERÐISVOTTUN“ fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er ekki að steypa alla í sama mót, heldur að skapa ákveðið gólf í þessum efnum sem ekki verði farið niður fyrir. Eitthvað sem flestir geta verið sammála um að hafa sem viðmiðun til að tryggja að við meiðum ekki hvert annað eða höldum hvert öðru niðri. Skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá sig án hræðslu við afleiðingarnar og er öruggt um að tekið verði málefnalega á því sem fram er sett.Höfundur er stofnandi sidferdi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Umræðuhefð Íslendinga í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana getur oft verið harkaleg og samskiptin óhefluð. Oft er meira gert af því að „fara í manninn“ í stað þess að fara í „boltann“ og umræðan getur þá orðið persónuleg og ekki lausnamiðuð. Einelti er því miður eitthvað sem er að finna í flestum fyrirtækjum og stofnunum. Einelti er oft erfitt að uppræta og það getur því miður þrifist undir yfirborðinu og jafnvel þannig að bara gerandi og þolandi vita af því. Þolandi veit ekki hvernig á að taka á eineltinu og þetta gæti jafnvel verið yfirmaður hans, sem hefur í hendi sér að segja viðkomandi upp starfi. Hvernig virkar þetta? Þöglir fundir og fólk horfist ekki í augu! Umræða er ekki tekin um lausnir og verkefni eru kláruð seint og illa vegna þess að fólk er að vernda sig eða láta aðra líta illa út. Oft er kynjamisrétti vandamál og eru ljóskubrandarar frægt dæmi þar sem í umræðu er lítið gert úr reynslu fólks vegna kyns. Tvíræðir brandarar geta slökkt á fólki þannig að það þorir ekki að tjá sig af ótta við viðbrögð annarra. Samskiptavandamál geta drepið niður alla framkvæmdasemi og stoppað af allt frumkvæði. Hversu oft hefur þú ekki sagt „Ef ekki væri fyrir fólkið, þá mundi ég elska þessa vinnu.“ Hversu miklum fjármunum er þitt fyrirtæki eða stofnun að eyða vegna svona samskiptavandamála? Engum líkar vel við samskiptavandamál. Margir geta tekist á við þau, en fáum líkar að gera það. Flestir koma sér hjá því að takast á við svona hluti. Hugsaðu aðeins um það hvað mikið sé um samskiptavandamál á þínum vinnustað. Samskiptavandamál og einelti er slæmt fyrir alla, starfsfólkið, rekstraraðila, viðskiptavini og er mjög stór neikvæður efnahagslegur þáttur fyrir samfélagið í heild. Í raun eru samskiptavandamál og einelti eitt af stærstu vandamálunum í íslensku samfélagi sem snerta árlega samkvæmt rannsóknum allt að 7.800 manns. Allt að 60% þessara aðila finna ekki aðra lausn en að hætta störfum eða allt að 4.000 manns á ári. Þetta getur aukið starfsmannakostnað að meðaltali um allt að 30 til 50% hjá fyrirtækjum og stofnunum.Siðferðissáttmáli Hvernig er hægt að taka eftir þessu? Ein af leiðunum gæti verið að starfsfólk setti saman siðferðissáttmála fyrir sinn vinnustað. Vinna ákveðið grunnplagg með viðmiðunum um ákveðið grunnsiðferði í samskiptum og stjórnun á vinnustaðnum. Þar séu þær áherslur og viðmiðanir sem við teljum sameiginlega að séu lágmarkssiðferði í því hvernig á að eiga samskipti, hvernig á að/eða ekki að snerta, lýsing á umburðarlyndi og þolinmæði sem starfsfólk vill ástunda í sínum samskiptum og áherslur í stjórnun fyrir stjórnendur og yfirmenn. Markmiðið væri að leggja grunn að umhverfi þar sem allir geti tjáð sig án þess að verða fyrir áreitni og lagður er grunnur að samstarfi, virðingu, sköpun og virkni. Sidferdi.is er sjálfsprottið umhverfi frá aðilum sem vilja stuðla að bættu siðferði í samfélaginu. Eitt af fyrstu verkefnum sem tekist verður á við, er að taka umræðu um þann möguleika að setja lágmarksviðmið um siðferði sem víðast um samfélagið. Byrja á að leggja grunn að einhvers konar lágmarkssiðferði í starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og taka síðan kerfisbundið önnur umhverfi í samfélaginu og gera hið sama. Til lengri tíma litið gætum við stefnt á að vera með svokallaða „SIÐFERÐISVOTTUN“ fyrir fyrirtæki og stofnanir. Markmiðið er ekki að steypa alla í sama mót, heldur að skapa ákveðið gólf í þessum efnum sem ekki verði farið niður fyrir. Eitthvað sem flestir geta verið sammála um að hafa sem viðmiðun til að tryggja að við meiðum ekki hvert annað eða höldum hvert öðru niðri. Skapa umhverfi þar sem fólk þorir að tjá sig án hræðslu við afleiðingarnar og er öruggt um að tekið verði málefnalega á því sem fram er sett.Höfundur er stofnandi sidferdi.is
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun